Búa til hraðahindrun á Tómasarhaga milli Fálkagötu og Dunhaga

Búa til hraðahindrun á Tómasarhaga milli Fálkagötu og Dunhaga

Það vantar hraðahindrun á Tómasarhaga þar sem bílar keyra hratt í gegn þrátt fyrir þrengingu í götunni og það vantar miklu stærri og betri merkingar um hámarkshraða í götunni.

Points

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu. Verkefnið er í öðru ferli innan borgarkerfisins þar sem verið er að skoða umferðaröryggismál.

Tómasarhaginn er víður þar sem hann liggur milli Fálkagöu og Dunhaga. Þrengingin sem er milli Tómasarhaga 16 og 17 dugar ekki til að draga úr miklum umferðarhraða. Mörg börn á leik- og grunnskólaaldri búa við götuna og fara yfir hana til að fara á Lynghagaróló og til vina í næsta húsum. Gatan er hættuleg eins og hún er nú. Bíðum ekki eftir slysi til að gera eitthvað í málinu!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information