Lýðræðislegir ferlar verði lýðræðislegir

Lýðræðislegir ferlar verði lýðræðislegir

Þeir ferlar sem eru í áttina að lýðræði í borginni núna, þeas. Betri Reykjavík, eiga lítið skilið við lýðræðishugtakið. Þar fara hugmyndir borgarbúa í gegnum gríðarlegar síur í embættismannakerfinu og í öllum tilfellum fæðist einungis mús eftir joðsótt fjallsins. Borgarbúar fá þannig að ákveða staðsetningu hraðahindrana, en ekkert sem skiptir máli. Ef til stendur að bæta lýðræðisferla í borginni er einsýnt að laga það sem fyrir er og gera það að raunverulegu lýðræðisferli í stað sýndarlýðræðis.

Points

Hingað til hefur þetta virkað á mig sem hálfgerð sýndarmennska. Flest það sem nær í gegnum kerfið eru smávægilegar framkvæmdir og oft alveg augljósar. Á að laga gangstétt við sundhöllina? Á að setja upp upplýsingaskilti við Tjörnina? Á að laga leikvöll í Vesturbænum? Fólk hefur takmarkaðan áhuga á að standa í þessu ef það skilar engu sem orð er á gerandi.

Algerlega sammála þessu, dæmi um þetta eru skipulagsmál þar sem allir helstu hagsmunaaðilar mótmæltu skriflega en bæði embættismenn sem og kjörnir fulltrúar borgarinnar ekki aðeins virða að vettugi heldur svara ekki einu orði.

Ef borgarbúum finns eins og þeirra atkvæði skipti máli og að þeir fái að koma að raunverulegum ákvörðunum er varðar líf þeirra, eykst traust í samfélaginu og ánægja með stjórnvöld.

Fundir, stefur og stóryrði eru lítils virði ef útkoman er skrumskæling á lýðræðishugtakinu.

Þetta er hárrétt. Eins og þetta er núna þá minnir þetta meira á samkvæmisleik en virkt lýðræði. Endilega laga þetta svo að vitund alemnnings á hugtakinu fari ekki alveg í ruslið. Konseptið væri svo frábært ef það fengi bara að vera alvöru.

Ég er sammála þessu í grunninn. Hef meira að segja heyrt manneskju sem vinnur innan borgarinnar tala um að þetta sé ómikilvægt því ákvarðanirnar sem fólk getur tekið séu svo smávægilegar. Hugbúnaðurinn á bak við betri reykjavík er frábær og það þyrfti að endurskoða algerlega hvað það er sem fólk fær að hafa áhrif á í gegnum hann. Ef fólki er ekki treyst til að taka mikilvægar ákvarðanir um áhuginn að lokum dofna. Sýndarsamráð er verra en ekkert samráð, því miður.

Raunverulegt lýðræði þýðir einn maður eitt atkvæði. Ef atkvæði borgarbúa eru höfð að vettugi, er ekki hægt að tala um alvöru lýðræði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information