Breikkun göngustígs frá Streng, inn í Sílakvísl og niður í Elliðaárdal

Breikkun göngustígs frá Streng, inn í Sílakvísl og niður í Elliðaárdal

Breikkun á göngustígunum sem gengur meðfram Streng í Ártúnsholti, á milli Sílakvíslar og Álakvíslar og svo niður í Elliðaárdal. Einnig mætti passa að brúnir stígsins séu jafnar við grasið, þ.e. að hann rísi ekki upp fyrir grasið eins og hann gerir á sumum stöðum. Bæta mætti lýsingu á stíginn þegar hann er kominn niður í Elliðaárdal þar sem það byrjar snemma að dimma þar á haustin.

Points

Foreldrar og börn ganga eftir þessum stíg daglega á leið í og úr leikskóla/skóla. Fólk mætist á miðjum stíg, oft með vagna og þá þarf einhver að víkja út á gras. Þegar stígurinn rís upp fyrir grasið er hætta á að t.d. vagnar og kerrur fari á hliðina. Ósjaldan mætir maður hjólafólki sem verður að bjalla fólk í burtu eða fara sjálft út á gras. Því yrði til bóta fyrir alla að hafa þennan stíg breiðari fyrst hann virðist mikið notaður. Lýsingu í Elliðarárdalnum er ábótavant þegar dimma fer á haustin

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information