Aukið og hert eftirlit með hundum í hverfinu, einkum á Klambratúninu ( Miklatúninu )

Aukið og hert eftirlit með hundum í hverfinu, einkum á Klambratúninu ( Miklatúninu )

Auka eftirlit og aðgerðir í lausagöngu hunda, bæði innan Klambratúnsins og í nágrenni þess. Fleiri og stærri auglýsingar um takmörkun hegðunar hunda ( eigenda ) og lausagöngu. Fleiri ruslatunnur fyrir hundaskít. Hert viðurlög við að virða ekki settar reglur með háum sektum.

Points

Frá því að reglur um hunda á Klambratúninu voru rýmkaðar hefur breytingin á umgengni á túninu breyst mjög og á stundum líkist það mest hundagarði, þar sem hundaeigendur mæla sér mót til að hleypa hundum sínum lausum út um allt tún. Mikill sóðaskapur fylgir í kjölfarir þó nokkrir eigendana sjái þó sóma sinn í að "láta sitt ekki eftir liggja" , sérlega þegar aðrir sjá til. Sem íbúi við Klambratúnið með útsýni af efri hæðum hef ég því miður orðið ásjáandi og vitni af ótrúlegum sóðaskap hundaeiganda og ruddaskap í garð þeirra, sem gert hafa athugasemd eða kæra sig ekki um ágang lausra dýra. Er svo komið, að mörgum blöskrar yfirgangur og frekja þeirra eigenda, sem ekki vilja eða munu fara að settum reglum, sem allur almenningur á að virða. Túnið verður ekki heppilegt til útivistar fyrir barnafólk eða aðra sem vilja njóta stundarinnar í þessari vin í umferðareyðimörkini hér í Reykjavík, ef svo heldur sem horfir og ekki tekið á slíkum málum. Þá munu frekjurnar sigra!

Ég er sammála með að fylgjast mætti betur með sóðaskap sumra hundaeigenda og því að þeir sleppi ekki hundum sínum lausum þar sem það er ekki leyfilegt, ég bendi hinsvegar á að ef gert væri hundagerði á afmörkuðum stað á túninu þá mundu hundaeigendur nýta sér það og færa sig á afmarkað svæði þar sem að hundarnir trufla ekki aðra. Ég bendi hér á nýja hugmynd um hundagerði á Klambratúni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information