Malarstígar í Laugardal verði hringtengdir og upplýstir og þeim mögulega fjölgað

Malarstígar í Laugardal verði hringtengdir og upplýstir og þeim mögulega fjölgað

Að malarstígar í Grasagarðinum og utan hans í Laugardal verði betur tengdir og að helstu malarstígar verði lýstir. Þannig fjölgar möguleikum þeirra fjölmörgu sem heimsækja dalinn reglulega til hollrar útiveru allan ársins hring og álagið dreifist, öllum til gleði og yndisauka. Áhugavert væri einnig að stækka útivistarsvæðið í Laugardal með því opna svæði sem enn er girt af og var áður nýtt til ræktunar.

Points

Ótrúlegur fjöldi fólks nýtir Laugardalinn til útivistar, göngu og skokks allan ársins hring. Malarstígarnir eru mjúkir og alls ekki eins hálir að vetrum. Lýsing á malarstígum og öðrum stígum á svæði neðan Laugarásvegar yrði til þess að hægt væri að nota þessa stíga eftir vinnu frá nóvember fram í mars og öryggi vegfaranda eykst. Frábært væri einnig að tengja malarstíga innan grasagarðsins við þessa stíga og búa til hrinleiðir, með því að opna eða taka niður girðingu í kringum grasagarðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information