Við hlið leikvallar á Klambratúni er svæði sem er gamalt geymslusvæði garðyrkjunnar. Gott væri að styrkja stöðu garðsins sem fjölskyldugarðs með því að auka við leiktækjum í garðinum á þessu annars ónýtta svæði. Sjóræningjar kastala leikgrind eða annað skemmtilegt til að gleðja unga sem aldna.
Núverandi leiksvæði hentar illa yngri börnum. Í litla kastalanum í dag er einungis hægt að klifra upp, sem varla gangandi börn reyna að gera. Kastali í líkindum við það sem er í Fjölskyldugarðinum virðist nýtast börnum á öllum aldri (ekki er ætlast að sá á Klabratúni verði það stór, heldur einhver hannaður fyrir stærri aldurshóp). Aðrar einfaldar en viðhaldslitlar lausnir eins og steypt Tennisborð eða Squash veggur væru frábærar. Frisbee golfið hefur slegið i gegn og var frabær viðbót.
Sammála þessu - það þarf að stækka þetta leiksvæði, við foreldrar skólabarna notum þetta svæði mikið til að hittast og grilla saman. Þetta stóra óhirta svæði við hliðina á er ekki mjög aðlaðandi.
Almennt þarf að efla Klambratúnið. Það þarf að taka leiksvæðin í gegn almennilega og gera þau aðgengilegri. Þá má einnig huga að auknu aðgengi barna í Kjarvalsstaði og jafnvel koma upp einhvers konar leiktækjum fyrir fram (það er í U sem er á bak við) út frá kaffihúsinu. Að sama skapi mætti vinna með fótboltavellina - taka út möl á einum stað og jafnvel leggja stóran sparkvöll, bata-völl með Tartani. Klambratúnið er mikið sóttur staður- og sérstaklega á sumrin.
Skólar, leikskólar og fjölskyldur eru duglegar að nýta sér garðinn til útiveru. Skemmtileg og ögrandi leiksvæði mundu styrkja það enn frekar. Þá er ótalið það að ónýtt svæði draga stundum að sér síður eftirsótta gesti sem eiga ekki samleið með barnaleikvöllum.
Á sumrin er leikvöllurinn oft yfirfullur af hoppandi kátum krökkum, allar rólur í notkun og röð í rennibreutina, því er þörf á stækkun leikvallarins. Í dag miðar leikvöllurinn þó frekar að þörfum eldri barna og mætti bæta úr því. En foreldrar yngri barna eru oft í örvæntingarfullri leit að afþreyingu fyrir barnið sitt áður en það byrjar á leikskóla. Leikvöllur með ungbarnarólum, kastala, röri til að skríða í gegnum, hengibrú til að labba yfir og lítil rennibraut til getur bjargað deginum.
Mér finnst einmitt vanta leiksvæði fyrir yngri börnin eins og ungbarnarólur og rennibraut. Leiksvæðið á Klambratúni er frekar miðað að eldri börnum sem eiga auðvelt með að leika sér sjálf og eru komin með líkamlegan þroska til að klifra. Ég hef oft lent í vandræðum með að finna viðeigandi leikvöll fyrir dóttur mína sem er tveggja ára og þá sérstaklega síðasta sumar þegar sumarfríið hennar var ekki á sama tíma og flest önnur sumarfrí í leikskólum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation