Borgin stofni Borgarbanka (Besti Bankinn)
Sjáið skýringarmyndina hér: http://www.facebook.com/photo.php?fbid=408128110677&set=o.141248245887844&type=1
Fylkisbanka módel Bank of North Dakota sem hefur virkað í 90 ár hefur tryggt að fylkið er ekki skuldugt og skilar hagnaði í bankakreppunni. Bankinn lánar til uppbyggingar í framleiðslugreinum í fylkinu. Fulltrúar frá bankanum sem ég talaði við eru tilbúnir að koma til Íslands og hjálpa til við uppsetningu Borgarbankans í Reykjavík.
1% vaxtalækkun sparar borgarbúum milljarða.
Borgarbanki getur tekið lán hjá Seðlabankanum á stýrivöxtum sem borgarsjóður notar svo til að borga upp dýrari lán borgarinnar og fyrirtækja hennar. Borgin sparar sér vaxtamuninn að frádregnum kostnaði við rekstur bankans. 1% vaxtalækkun getur sparað milljarða. Vandamálið sem Borgarbanki leysir er að borgarsjóður má ekki taka lán í Seðlabankanum. Þar sem reglur Seðlabankans hygla fjármálafyrirtækjum er lausnin sú að borgin stofni fjármálafyrirtæki, Borgarbankann, sem hyglar borgarbúum.
Borgarbanki mun spara borgarbúum milljarða.
Sammála hverju orði!
Borgarbanki mun spara borgarbúum milljarða.
Það er alltaf og allstaðar hætta á að teknar séu vafasamar pólítískar ákvarðanir. En við eigum ekki að vera hrædd við að taka völdin af núverandi fjármálastofnunum og færa þau nær okkur. Mætti ekki frekar segja að það sé miklu hættilegra og óhagstæðra að leyfa áfram núverandi fjármálaklíkum og þeirra fjármálastofnunum að fara áfram með sitt óskerta peningavald? Byltingin framundan mun felast í því að taka völdin frá fjármálastofnunum og færa í hendur almennings. Með því að Reykjavík stofni sinn eiginn banka er tekið mikilvægt skref í þeirri þróun.
Og ef Borgin tæki sparnaðinn og lánaði Íbúum hann vaxtalaust til íbúðarkaupa á sama hátt og sænski JAK bankinn gerir þá erum við nú á góðri leið.
Jú það er hætta á því svo vel þyrfti að búa um hnútana. - Dæmi um banka í eigu North Dakota fylkis í Bandaríkjunum gæti verið heppilegt módel því það hefur virkað frá 1919 og lenti ekki í vandræðum í bankakreppunni síðustu ár. Fulltrúar bankans sem ég hef talið við eru tilbúnir að koma og hjálpa til við uppsetninguna hér í Reykjavík. - Sjá meira um Bank of North Dakota hér: http://www.youtube.com/watch?v=KX8pcADnsEs og hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Bank_of_North_Dakota
Borgin sparar milljarða með sinn eigin banka.
Félagabanka sem notist ekki við vexti
Fáum þetta til umfjöllunar hjá fagráði RVK.
Borgarbanki mun spara borgarbúum milljarða.
Nákvæmlega - færa fjármálaþjónustu borgarinnar undir kjörna fullrúa en ekki sjálftökufólkið sem er í bönkunum og afskrifar vinstri hægri hjá vinum og vandamönnum.
Viljum við vita hvort það sé arðbært?
Er alveg til að í skoða þetta mál betur en er ekki hætta á að teknar yrðu of margar pólítískar ákvarðanir sem mundu á endanum setja svona banka á hausinn og þá borgina með?
Þetta eru frekar spurningar heldur en rök gegn bankanum. Lán á stýrivöxtum fara fram í gegnum endurhverf viðskipti, skv. reglum 553/2009 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands. Í þeim tilgangi þarf að fjárfesta í ríkistryggðum skuldabréfum, sem fylgir vaxtaáhætta. Hvernig er ætlunin að réttlæta þessa áhættutöku fyrir íbúum Reykjavíkurborgar? Einnig þá áhættutöku í útlánum sem ávallt fylgir bankastarfsemi? Væri ekki skynsamlegra að ávaxta féð áhættulaust á innlánsreikningum SÍ?
Það væri gott að til væri einn banki þar sem allar samfélagsstofnanir hefðu viðskipti við t.d. alla sína launareikninga hjá (þó þannig vegna samkeppnissjónarmiða að fólk gæti valið að færa sig ef það vill) . Það er hins vegar hætta að það sé eitt sveitarfélag sem ræki slíkan banka.
Það kæmi borginni vel að reka eigin viðskiptabanka laus við alla áhættu fjárfestingabankastarfsemi og standa því betur af sér næsta banka-hrun/kreppu. Setja þyrfti strangar reglur um reksturinn og ávallt lágmarka alla áhættu.
Þetta má kannski skoða einhvern tíma í framtíðinni, en alls ekki tímabært og fjölmargt annað meira aðkallandi.
Eins og staðan er í dag veitir Seðlabankinn aðeins veðlán gegn veðum í ríkistryggðum markaðsbréfum og ríkisskuldabréfum ef ég skil rétt. Þetta mun breytast í framtíðinni og þeir sem þekkja til segja að Seðlabankinn gæti alveg þegið veð í sjóðstreymi borgarinnar sem er mjög öruggt veð. Kannski væri stundum skynsamlegra að ávaxta féð áhættulaust á innlánsreikningum SÍ. Banki í eigu borgarinnar býður upp á marga möguleika og með ofstóra og ótrygga viðskiptabanka væri slíkur banki ákveðið öryggi fyrir borgina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation