Óðinstorg

Óðinstorg

Verkefnið snýst um að breyta Óðinstorgi úr bílastæði í almenningsgarð - allt árið. Óðinstorg er fyrir framan Hótel Óðinsvé, á milli Óðinsgötu, Þórsgötu og Týsgötu.

Points

Verkefnið er mikilvægt vegna þess að það vantar fleiri "öndunarstaði" í miðborgina þar sem maður finnur blómailm í stað benzínfnyks.

Ég hef sent inn bréflega tillögu um að Óðinstorgi verði breytt í Bókmenntatorg sem á vel við götunöfnin því skáldamjöðurinn kom frá goðunum. Svo bjó og býr mikið af rithöfundum í hverfinu. Auk þess skilgreinir Reykjavík sig sem bókmenntaborg. Blómailm og mannlíf í stað bílastæða. En fyrst og fremst rólegt mannlíf -- ekki veitingahús sem eru opin til kl. eitt að nóttu um helgar. Slíkt á ekki að vera inni í íbúahverfi.

Torg í biðstöðu var verkefni sem hepnaðist mjög vel og alveg sérstaklega auða lóðin á milli Týsgötu 8 og Óðinsgötu 5. Uppákomur sem hafa verið á Óðinstorgi undanfarin sumur hafa líka sýnt okkur að fólk nýtir sér plássið ef það býðst. Mannlíf blómstrar og bæði börn og fullorðnir nýttu sér torgið vel þegar færi gafst til þess. Bókmenntatorg er góð hugmynd og vel rökstudd, sem þó þarf ekki að útiloka annarskonar listviðburði og uppákomur. Þetta mun bara efla fjölbreyttar mannlíf í borginni.

Finnst hugmynd Regínu frábær - lýsi hér með stuðningi við hana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information