Hugmyndin væri sú að lögleiða listformið graffiti í undirgöngunum undir Miklubraut. Þetta hefur verið leyft áður og listin blómstraði þá. Heilu hóparnir gætu komið saman og heilskreytt göngin reglulega. Ég er viss um að almenningur yrði ánægður með listaverkin og þar á móti væri þetta útrás fyrir iðkendur listformsins og þetta myndi spara heilmikinn pening hjá borginni.
Þetta hefur verið leyft áður. Fyrir áhugamenn listformsins eru fáir staðir til að spreyta sig á eftir. Hjartargarðurinn, frístandandi veggir hjá Loftkastalanum og Marsveggurinn sem dæmi er allt farið. Hvar eiga þeir að spreyta sig núorðið? Borgin á í vandræðum með að halda göngunum hvítum en það yrði góð úrlausn fyrir alla að lögleiða veggjalistina í undirgöngunum undir Miklubraut. Þá gætu margir komið saman og fegrað upp göngin reglulega. Í staðinn fyrir útkrotuð göng og fjárskort borgarinnar.
Endilega komið með athugasemdir hvort sem þær séu hugmyndinni í vil eða ekki.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation