Skipulögð skíðabrekka fyrir börn í Laugardalinn

Skipulögð skíðabrekka fyrir börn í Laugardalinn

Skipulögð skíðabrekka fyrir börn í Laugardalinn

Points

Með því að hafa brekku sem börn geta nýtt sér sem eru of ung til að fara ein með rútu í Bláfjöll ýtum við undir útivist barnanna okkar. Útivinnandi foreldrar geta ekki keyrt í Bláfjöll fyrr en komið er undir kvöld og þá eru litlar manneskjur orðnar of þreyttar. Brekka í hverfinu eykur sjálfstæði barnanna því þau þurfa að koma sér sjálf á staðinn. Slíkur vettvangur getur einnig aukið kynni barna í sama hverfi.

Laugardalurinn er tilvalið svæði fyrir skíðabrekku og þar er hægt að koma því við að skíðabrekkan endar ekki á götu. Sonur minn benti mér á það að svo margar brekkur í Reykjavík væru eyðilagðar vegna þess að það er umferðagata fyrir neðan því hættulegt og ekki hægt að nota þær til að renna sér. Það er mikilvægt fyrir heilbrigði barna og stuðlar að hreyfingu þeirra að þau séu mikið úti. Skíðabrekka (sem er í leiðinni sleðabrekka) er góður kostur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information