Endurnýjun gangstétta við Skógarsel

Endurnýjun gangstétta við Skógarsel

Gangstéttar borgarinnar eru víða farnar að láta á sjá. Endurnýjun í Seljahverfinu hefur verið lítil og er nú svo komið að ekki er hægt að fresta því öllu lengur að endurnýja sumar þeirra. Einn staður finnst mér áberandi verstur en það er gangstéttin meðfram Skógarseli neðan við Staðarsel. Hún er beinlínis orðin hættuleg, sérstaklega þeim fjölmörgu börnum sem ferðast um á hlaupahjólum. Steypan þar er öll brotin og molnuð.

Points

Mikið hefur verið rætt um fækkun einkabíla, í höfuðborginni, á liðnum misserum. Ef verið er að hvetja fólk til að fara ferða sinni hjólandi eða gangandi þarf að hlúa að því. Göngustígar borgarinnar þurfa að vera boðlegir. Barn (já eða unglingur eða fullorðinn einstaklingur) sem kemur á fleygiferð á hlaupahjóli og lendir á kafla þar sem göngustígurinn er ekkert nema molnuð og brotin steypa getur verið í stórhættu og þekki ég persónulega til slyss sem varð á þeim kafla sem ég bendi á.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information