Fjarlægja stálboga/hindranir úr vegi gangandi og hjólandi
Víða á stígakerfi Breiðholtsins eru stálbogar settir í veg fyrir gangandi / hjólandi. Víða er þetta þannig að ógerningur er að komast í gegnum hindrunina ef vagn eða kerra er meðferðis. Eins er snjó rutt upp að þessum hindrunum við snjómokstur sem gerir umferð ómögulega.
Bogarnir þurfa ekki að vera. Ef menn vilja hefta för bíla, sem hlytur að vera eini tilgangurinn, þá má gera það með einni stöng.
held að hliðin eða bogarnir varni bílum aðkomu inn á göngustíga , og eða hægi á vélhjólum
Bætti við vísun í hönnunarleiðbeiningar fyrir reiðhjól
Það hlýtur að vera hægt að gera þessa boga þannig að þeir hindri bílaumferð án þess að hamla hjólandi og fólki með barnavagna.
Ég tók eftir þessu vandamáli í sumar, fékk mér hjólavagn og hef lent í veseni út af þessum hindrunum með hjólavagninn á hjólinu. Býst við að það sama eigi við um barnavagna.
Ég tel að þessi hönnun sé einföld og góð,það þarf eigöngu að hugsa hvernig ætla ég að láta hlutina virka svo allir geti verið ánægðir, færsla fram eða til baka með annað hvort rörið er málið svo fólk eigi auðveldari með að umgangast þessa hindrun.
Þetta er fín ábending ,ætti ekki að vera mjög flókið að ráða bót á þessu
Þessi rör eru sett svo börn á hjólum fara ekki á miklum hraða útí götu, þessi rör eru sett þar sem bílar sjá ekki gangandi vegfarendur eða hjólreiðafól sem koma að götu. þessi rör verða að vera en jú það mætti stækka bilið þar á milli. ekki er alltaf hægt að setja spegla þar sem oft eru þeir brotnir
Þessi járnrör tel ég vera þörf þar sem stærsta vandamálið eru bílar sem misnota aðstæður ef rörin verða tekin.En það mætti frekar gera bilið meira eða færa annað rörið aftar eða framar svo kerrur komist án hindranna framhjá. Varðandi snjómokstur þar mætti kannski kenna betur þeim sem moka hverju sinni hvernið lífið gengur hjá gömlu sem ungu fólki sem á erfitt með gang ef hindrun er í vegi. Ég vona að við séum að ræða föstu rörin ekki þau sem eru opnanleg,því að bæði eru nauðsynleg til hindrunnar
Mín skoðun er sú að bílaumferðin sé vandamálið, og því nauðsynlegt að hægja á henni, frekar en að hindra umferð "mýkri" umferðar. Reglan á að vera sú að sá stærri víki fyrir þeim minni. Þessvegna er eðlilegt að hraðahindranir séu settar á bílaumferð og að útsýni sé bætt og með þeim hætti draga úr slysahættu, fremur en að gera gangandi / hjólandi ómögulegt að nota umferðarmannvirki sem þeim eru ætluð.
Ég á við einni lóðréttrum polla í miðju.
Það er í besta falli kjánalegt að eyðileggja mannvirki fyrir gangandi/hjólandi til að koma í veg fyrir að akandi misnoti þau. Eins, ef draga á úr slysahættu barna á að gera það með því að hægja á akandi umferð. Ekki letja mýkri umferð.
Mér leiðast þessir bogar - sérstaklega þega snjór er, eins og talað er um - en um leið geri ég mér grein fyrir að nauðsynlegt er að hæga á hjólandi umferð á vissum stöðum. Ég styð þessa hugmynd með breytingu um að þessir bogar verði betur hannaðir þar sem þeirra er þörf en fjarlægðir þar sem þeir beinlínis skapa hættu eða eru óþarfir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation