Torg í stað bílastæða fyrir framan búðarkjarna í Álfheimum

Torg í stað bílastæða fyrir framan búðarkjarna í Álfheimum

Torg í stað bílastæða fyrir framan búðarkjarna í Álfheimum

Points

Með því að breyta bílastæðunum í lítið torg geta t.d. ísbúðin og bakaríið/kaffihúsið nýtt sér torgið á sumrin og sett borð og stóla þar sem fólk getur setið úti ef veðrið er gott. Þetta gæti einnig dregið fleiri íbúa og / eða atvinnurekendur að verslunarkjarnanum og gefur hverfinu meira líf.

Með því að breyta bílastæðum eða hluta bílastæða fyrir framan búðakjarnann efst í Álfheimum( við Langholtsveg) í lítið torg er hægt að búa til samverustað fyrir íbúa hverfisins.Einnig er hægt að draga úr umferð og slysahættu með þessari framkvæmd þar sem bílaumferð minnkar á þessum og færri bílar keyra yfir gangstéttina þar sem fjöldi barna gengur á hverjum degi á leið í og úr skóla.Þetta getur einnig leitt til þess að íbúar hverfisins gangi frekar í búðarkjarnann og njóti samveru hvors annars

Verslanir eru skyldugar að skaffa vist mörg bílastæði fyrir hvern verslunarfermeter þessi bílastæði eru tilkomin vegna þess að verslunarfólk vill fá viðskiptavini. Bak við verslunarþyrpinguna er torg varla notað. Reyndar eftir að Erlu Ís flutti ekki mikið við haldið en er þetta ekki rétti vetvangurinn. Sættum okkur við að fólk keyri bíla.

Það þarf ekki að taka öll bílastæðin strax :-) en það mætti a.m.k. fækka þeim og í raun væri miklu nær að hafa bílastæðin þar sem torgið er en torgið þar sem bílastæðin eru.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information