Planta trjám á opin svæði í hverfinu

Planta trjám á opin svæði í hverfinu

Planta trjám á opin svæði í hverfinu

Points

Það eru nú þegar talsvert af skógarrjóðrum í Grafarholtinu frá útplöntun á 8. og. 9. áratugunum. En betur má ef duga skal. Það er mikið af opnum svæðum meðfram göngustígum og á milli húsa þar sem mætti planta trjám til fegrunar og myndunar skjóls. Áhugasamir íbúar gætu tekið að sér útplöntunina ef Rvk útvegar plöntur og sér um verkstjórn og skipulagningu. Það eru nú þegar nokkur dæmi um það í hverfinu að íbúar hafa tekið svona svæði að sér með góðum árangri, t.d. í Jónsgeisla og Grænlandsleið.

Leggjum til að plantað verði trjám t.d. öspum í spilduna norðan við Þúsöldina svo ljótir ryðgaðir vörugámar sem eru oft á bílaplaninu fyrir ofan verslunarhúsin við Vínlandsleið, spilli ekki fallaga útsýninu sem við höfum yfir borgina héðan af Kristnibraut 7.

Betra væri að gámarnir væru fjarlægðir þar sem þeir standa á skilgreindum bílastæðum og ég er ekki viss um að það sé til staðar leyfi til að láta gáma standa þarna til lengri tíma. Hins vegar mætti samt alveg planta einhverjum trjám þarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information