Setja upp aðstöðu þar sem íbúar hverfisins geta rölt yfir með lífrænan heimilisúrgang og losað í "lífrænar" tunnur. Hægt væri að setja upp smá skika með leiðbeiningum og fræðsluefni á auðlesanlegri töflu, ásamt nokkrum tunnum.
Með þessu þá verður bæði ólykt sem og aukning á flugu í nálægðinni. Á heitum dögum verða nágrannar sannarlega varir við vonda lykt sem og allir þeir sem vilja njóta garðsins.
Fult af fólki vill endurvinna lífrænan úrgang, en hefur ekki til þess aðstöðu. Fyrirkomulagið í Rvk í dag gerir fólki ekki raunhæft kleift að endurvinna lífrænt heimilissorp daglega. Mikið af fólki leggur leið sína í garðinn daglega og þessi möguleiki myndi brydda upp á skemmtilegum og nytsamlegum nýjungum fyrir hverfisbúa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation