Gönguljós yfir lönguhlíð

Gönguljós yfir lönguhlíð

Það vantar alveg gönguljós yfir lönguhlíðina, en þau eru einungis að finna á sitthvorum enda hennar, en margir gera sér ferð yfir götuna miðja, þá sérstaklega í/úr sunnubúð.

Points

Það vantar alveg gönguljós yfir lönguhlíðina, en þau eru einungis að finna á sitthvorum enda hennar, en margir gera sér ferð yfir götuna miðja, þá sérstaklega í/úr sunnubúð. Sé börn oft hlaupa þarna yfir, og þarna keyrir fólk gjarnan hratt.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þarna get ég því miður ekki verið sammála. Að hafa gönguljós á tæplega 200m fresti á stórri krossæð milli stofnbrauta (Bústaðav./Miklabr.) er alveg galið. Sér í lagi með tilliti til þess hversu mikið þetta myndi auka teppur á álagstímum (líka fyrir strætó) og bæta hressilega í útblástursmengun á þeim tímum sem börn eru mest á ferð í og úr skóla á þessari leið. Þá væri strax betra að mála gangbraut þarna, en sleppa ljósunum. :)

Það eru gönguljós bæði hjá blönduhlíð og svo við miklubrautina. Algjör leti að þurfa að hafa gönguljós í miðjunni líka. Þú ert innan við minutu að labba að gönguljosunum við blönduhliðina fra sunnubúð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information