Færa hundagerðið í Laugardalnum og stækka það

Færa hundagerðið í Laugardalnum og stækka það

Sett var upp hundagerði í Laugardalinn fyrir um ári. Sem hundaeigandi var ég mjög ánægð með að hugmyndin varð að veruleika og fór þarna nokkrum sinnum. Svæðið er ónothæft í dag: Vatn rennur í gegnum lóðina, komnar eru nokkrar holur sem eru algjörir drullupittar og restin af lóðinni er eitt moldarflag. Ég legg til að ný lóð verði fundin undir hundagerðið og lóðin stækkuð hægt sé að njóta þessa betur.

Points

Enginn fer í hundagerði sem er eitt moldarflag. Ef verkefni eru valin til framkvæmdar þá finnst mér að vel eigi að standa að þeim. Það á við um þetta verkefni eins og öll önnur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information