Leiktæki fyrir leik með vatn. Sjá: http://archplayequipment.com/richter/water

Leiktæki fyrir leik með vatn.  
Sjá: http://archplayequipment.com/richter/water

Leiktækjum sem ganga út á leik með vatn, dælur, spjöld til að stífla, rásir og myllur geta skemmt ungum sem öldnum daglangt. Margs konar leiktæki eru til sem bjóða upp á þess háttar skemmtun. Svæðið við Reynisvatn yrði enn vænna til útivistar en nú er ef slík tæki væri að finna þar. Hér má sjá sýnishorn af slíkum leiktækjum: http://archplayequipment.com/richter/water-play.html

Points

Leiktæki af þessum toga eru vinsæl, því vatnið er heillandi og börnin fá tækifæri til að kanna og prófa sig áfram með eiginleika vatnsins. Dælur sem þau sjálf pumpa, spjöld sem hægt er að draga frá og setja í til að mynda litlar stíflur og rennur sem snúa mylluhjólum veita endalausa gleði á góðum dögum. Reynisvatnið yrði e.t.v. best varðveitta leyndarmál höfuðborgarinnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information