Hjólreiðastíg í Elliðaárdal

Hjólreiðastíg í Elliðaárdal

Aðskilja hjólreiðar frá göngustíg í Elliðaárdal með sér stíg eins og er í Fossvogsdal. Láta þennan stíg koma í beinu framhaldi og ná upp dalinn upp að Breiðholtsbraut. Aukin umferð fólks í dalnum kallar á aukið öryggi bæði þeirra sem eru gangandi og hjólreiðafólks.

Points

Aukin krafa um öryggi vegfaranda í dalnum

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Góð hugmynd

Sammála, þeim fjölgar mikið sem nota þessa leið í samgönguhjólreiðar, sem er frábært, þarf að gera leiðina öruggari fyrir alla.

Það er verið að framkvæma tvöföldun á stígnum sunnan til/Breiðholtsmegin nú þegar. Er einhver nákvæmar lýsing á hvar þessi ætti að vera?

Hjólreiðamenn og gangandi nota stíga beggja vegna árinnar og því þarf einnig að aðskilja hjóla- og göngustíg norðanmegin á svipuðum/sama stað og hann er núna.

Þetta þarf að gera báðum megin við Elliðaárnar (bæði Breiðholts og Árbæjar megin) Löngu orðið tímabært og bara heppni að ekki hafi orðið stórslys. Orðið verulega hamlandi og fráhrindandi að ganga þarna um með börn og/eða hunda, og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við um hjólreiðafólk sem örugglega vill fá að hjóla í friði fyrir gangandi vegfarendum. Ég er búin að setja þessa tillögu inn undanfarin 2 ár og vona innilega að það takist að fá þetta í gegn núna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information