Merkja hraðahindranir og mála sebrabrautir á þær

Merkja hraðahindranir og mála sebrabrautir á þær

Merkja hraðahindranir á umferðargötum sem gangbrautir með skilti og að mála sebra-brautir á þær. Sérstaklega þær sem eru í augljósri gönguleið. Einnig að setja þrengingu á göngustígana í Krókavaði milli 12 og 14 annarsvegar og 11 og 13 hins vegar þar sem oft hefur legið við slysi þegar börn hjóla viðstöðulaust yfir götuna.

Points

Bílstjórum er ekki skylt að stöðva fyrir gangandi umferð við hraðahindrun, hins vegar eiga þeir að stöðva við gangbraut. Í Krókavaðinu höfum við séð barn hjóla á bíl í akstri og börn hjólað ítrekað í veg fyrir bíla svo litlu mætti munna. Þessi göngustígur er mikið notaður til og frá skólalóðinni og þarf að vera örugari.

Það er til lítils að leggja gögnustíg og loka honum svo fyrir umferð. Með því að setja þrengingar eins og talað er um hér verður mjög erfitt að komast með hjólavagna í gegn auk þess sem snjómokostur í kringum svona þrengingar er alltaf til vandræða.

11.11.2013: Heiti hugmyndar breytt til að gera það meira lýsandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information