Bæta móttöku og íslenskukennslu fyrir tvítyngd/erlend börn

Bæta móttöku og íslenskukennslu fyrir tvítyngd/erlend börn

Íslendingar af erlendum uppruna eru nú um 13% og í sumum hverfum Reykjavíkur er hlutfallið mun hærra. Nemendur af erlendum uppruna útskrifast mun síður úr framhaldsskóla en aðrir og verst gengur þeim sem ekki fæddust hér á landi. Mikið skortir á að fagmenntaðir nýbúakennarar starfi við móttöku nýrra erlendra nemenda í grunnskólum og að börnin fái næga aðstoð í íslensku fyrstu árin. Þetta þarf að bæta með samræmdu átaki og auknu fjármagni, ekki síst í hverfum þar innflytjendur eru fjölmennir.

Points

Það græða allir á að hjálpa nemendum af erlendum uppruna, ekki bara nemendurnir sjálfir. Eigum að stefna að betra samfélagi með öllum ráðum.

Það er mjög mikilvægt að erlend börn sem flytja til Íslands fái jákvæða reynslu af skólanum og nái tökum á íslenskunni strax. Nemandi sem er látinn sitja mállaus í almennum kennslustundum og fær fáa tíma á viku í íslenskukennslu, missir trúna á sjálfa/n sig og fær jafnvel andúð á skólanum. Umsjónarkennari með 20 nemendur eða fleiri í skóla þar sem ekki er móttökudeild eða sérmenntaður nýbúakennari hefur takmarkaða þekkingu, tíma og stuðning til að aðstoða nemandann. Önnur sveitarfélög gera betur

Það er nauðsynlegt að gera átak /stefnubreytingu í móttöku/kennslu barna af erlendum uppruna. Ég held að víða séu þau alls ekki að fá stuðning. Ef þeim er ekki sinnt almennilega, þá kallar það á vandamál síðar í lífinu sem geta jafnvel orðið mjög alvarleg. Það þarf að efla íslensku kennslu og stuðning við nemendur af erlendum uppruna. Svo þarf að kenna þeim móðurmál sitt, þannig að þau geti bæði haft samskipti á móðurmálinu og lesið á því til gagns. Móðurmálið auðveldar íslensunám og líka annað.

Hér má sjá tölurnar um brautskráningu úr framhaldsskóla. Það má leiða líkum að því að eitthvað af brottfallinu sé vegna þess að nægilega góðan undirbúning vantar og þá ekki síst íslenskukennslu hjá þeim sem eru af erlendum uppruna. https://www.althingi.is/altext/pdf/146/s/0880.pdf

Í menntakerfinu, "skóli fyrir alla" er kennara ómögulegt að sinna öllum nemendum eins og þyrfti án stuðnings. Erlend börn eru sett inn í almenna bekki og þau fá takmaraðan tíma í íslenskukennslu. Sé ætlun yfirvalda/sveitarfélaga að taka á móti innflytjendum með börn, þarf að hugsa dæmið til enda og setja fjármagn inn í skólana til að sinna þessum málum.

Það er margt gott að gerast en þarf að gera miklu meira. Einstaklingar sem eru að vinna í hag tvítyngdra barna á sínu vettvangi, og hafa gert í áratugi, eru ómetanlegir, en Ísland þar samstíga stefnu, sem byrjar hjá yfirvöldum og í sveitarfélögum. HÍ þarf að styrkja nám fyrir kennara ÍSA og hafa fjölmenningu sem skyldu fyrir framtíðarkennara að einhverju leyti. Það þarf námskrá í ÍSA sem er skýrt og gefur núverandi ÍSA kennurum verkfæri sem þau þurfa. Og margt annað!

Það er hrikalegt fyrir erlendan nemanda að fá enga handleiðslu við komu. Umsjónarkennari þarf að vera með gögn og kunnáttu til verksins. Oftast er það ekki svo. Síðan þarf að koma barninu til félagsvirkni og samskipti verða að vera tíð til að byrja með við foreldrana. Úr þessu verður að bæta strax. Þau eru mikill mannauður.

Ekki bara fyrir erlendum börn eining fyrir tvítyng börn fædd á þessum landi.

Og kenna íslenskum börnum að sýna nemendum með annað tungumál virðingu, þolinmæði og stuðnig. Kenna þeim að fræðast um aðra menningu með því að blanda geði og vera forvitin.

Ásamt því að tryggja fullkomið læsi, er þetta sennilega eitt mikilvægasta hlutverk grunnskólans í nútímanum. Börn, sem koma erlendis frá, verða að fá sem mesta hjálp til að læra íslensku strax. Erlendir foreldrar geta heldur ekki hjálpað börnum sínum að "lesa heima" og því þarf að mæta. Móðurmálskennsla er líka bráðnauðsynleg. Það er ekki bara eðlilegt að börn erlendra foreldra verði tvítyngd, heldur nauðsynlegt og í raun grundvöllur þess að "útlendingabörnin" okkar fái svipuð tækifæri og aðrir.

Það ætti að vera morgunljóst að það er auðveldara að læra að lesa á móðurmálinu. Þegar þeim áfanga er náð er miklu auðveldara að lesa á öðrum málum, læra þau og beita þeim. Þessi leið kemur þannig í veg fyrir að börn með erlent móðurmál verði undir í námi og nái ekki að nýta hæfileika sína til fulls. Þetta er þjóðþrifamál að öllu leyti.

!!!

Það þarf að móta ÍSA stefnu. Endurskoða námskrá. Þróa matstæki sem meta stöðu og framfarir nemenda. Gefa út ÍSA námsefni (orðalistar yfir námsorðaforða námsbóka, kennarahandbók, hliðarefni við útgefið efni). Auka kennsluráðgjöf. Leggja áherslu á ÍSA í kennaranámi og starfsþróun kennara og skólastjórnenda. Auka ÍSA rannsóknir. Koma á móttökuúrræði. Líkt og í Svíþjóð myndi úrræðið vara í 4 til 8 vikur. Á meðan væri námsstaða nemenda metin og þeim kenndur grunnorðaforði í íslensku.

Umsjónarkennari þarf að vera með gögn, kunnáttu og TÍMA til verksins. Það er meira en að segja það að ætla að vera með einstaklingsbundna kennslu fyrir alla í 20+ manna bekk, ekki síst fyrir nemendur sem tala hvorki né skilja íslensku og jafnvel ekki ensku heldur. Aðrir þurfa líka athygli og erfitt með að vera með einstaklingskennslu í íslensku sem öðru máli inni í stórum bekk, þar sem aðrir nemendur eru að gera annað. Ég held að það hafi verið skref aftur á bak að leggja niður móttökudeildir.

Hátt brottfall þessa hóps úr framhaldsskóla er áhyggjuefni og mikilvægt að styrka grunninn þeirra í íslenskunni sem fyrst og sem mest. Bæta þarf stórlega þekkingu og öryggi þeirra sem vinna daglangt með þessum börnum allt frá leikskóla og hefja innlögn íslenskunnar markvisst strax þar. Gott er að kynna sér eftirfarandi skýrslu: http://www.mcc.is/media/frettir/to%CC%88lfraedisky%CC%81rsla-2016-endanleg-2.pdf

Efla þarf námsefnisgerð. Gagnvirkt efni vantar, einnig þarf að koma upp gagnabanka um hliðstætt kennsluefni á eins mörgum tungumálum og mögulegt er. Menntamálastofnun ætti að halda utanum slíkt. T.d. lífsferlar eða hringrás vatns. Við eigum að koma okkur upp gagnabanka um slíkt, þetta finnst á flestum tungumálum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information