Setja hringtorg eða ljós á vegamót Höfðabakki og Vesturhólar og gangbrautir.

Setja hringtorg eða ljós á vegamót Höfðabakki og Vesturhólar og gangbrautir.

Alveg ferlega stressandi að keyra þarna á háannatíma og getur verið stórhættulegt. Eins bráðvantar göngubraut yfir veginn fyrir gangandi vegfarendur þarna alveg hefst í Höfðabakka.

Points

Tími til komin að laga þessi vegamót. Að koma keyrandi upp Höfðabakk og þurfa beyga til vinstri inn Vesturhóla á háannnatíma er mjög stressandi og bíður upp á margar slysagildrur. Svo eru gangandi vegfarendur og oft börn sem þurfa að labba yfir veginn meðan maður er í stresskasti að reyna smeygja sér inn á veginn á milli bíla sem þjóta framhjá. Ég segi hringtorg eða ljós!

Ég setti upp mynd af hringtorgi sem mundi bæta þessi gatnamót. 90° beygjan á Höfðabakkanum er einnig tekin af og tenging við Fálkabakkann færð upp í hringtorgið. Eflaust væri best að loka innkeyrslunni á bílaplan Blikahóla, en þeir hafa tvær. Linkur á mynd: https://fbcdn-sphotos-h-a.akamaihd.net/hphotos-ak-ash3/535102_10150756278917238_1088715286_n.jpg

Það er löngu tímabært að gera eitthvað við þessi gatnamót, það er alveg ferlega leiðinlegt að keyra frá bökkunum/neðra breiðholti og þurfa altaf að taka U beygju við þessi gatnamót ef maður er að fara upp í Árbæ, og ég tala ekki um slysahættuna þegar fólk svindlar sér yfir við fálkabakka. Þessi gatnamót eru kjörin fyrir hringtorg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information