Skoðun verði gerð hvort kynjafræðikennsla standist vísindi

Skoðun verði gerð hvort kynjafræðikennsla standist  vísindi

Kynjafræðikennsla fer nú fram í grunnskólum borgarinnar sem virðist miðuð af svokallaðri félagsmótunarkenningu sem útilokar líffræðilegar skýringar á mismuni kynja. Þar er börnum kennt að konur séu undirskipaðar körlum, sem er röng og letjandi sýn fyrir stúlkur. Einnig að aukin atvinnuþátttaka kvenna hafi komið til vegna aktivisma frá vinstri væng stjórnmála, en ekki vegna þróunar og framfara í tækni. Tillaga mín er að það fari fram vísindaleg skoðun á þessu kennsluefni og sannleiksgildi þess.

Points

Kynjafræði er byggð á forsendum sem eru ósannaðar. Veigamiklar líffræðilegar og sögulegar skýringar fá heldur ekki rými innan þessara "fræða". Ótækt er að pólitískur áróður sé gerður að námsefni barna.

Förum fram á að það verði gerð óháð, vísindaleg úttekt á þessu námsefni. Jafnvel þeir sem eru stuðningsmenn kynjafræði og félagsmótunarkenningar hljóta að vera tilbúin í þá skoðun og þola þá gagnrýni.

3. Námsefnið kennir stúlkum að þær séu undirsettar í samfélaginu og kennir drengjum að þeir njóti góðs af því: "Kynjakerfi er hugtak sem notað er til að lýsa félagslegu yfirráðakerfi þar sem karlar njóta góðs af kerfisbundinni undirskipun kvenna "

Það á ekki að kenna áróður stjórnmálaafla í grunnskólum.

Grunnskólarnir og námsefni þeirra á ekki að vera pólitísk. Kynjafræði eru umdeild "fræði" sem vinna að pólitískum markmiðum - ekki vísindi sem slík - og ætti þ.a.l. ekki að vera kennt fyrir opinbert fé, sérstaklega ekki börnum og unglingum.

Ef þessi skoðun fer fram þá er það næsta skref að krefjast þess að hlutlausir aðilar, vísindafólk, framkvæmi þá skoðun. Sú skoðun má ekki vera hvítþvottur hugmyndafræðinnar á sjálfri sér.

Nú hefur trúarbragðakennsla víða um heim legið undir ámæli fyrir að hafna þróunarkenningunni og þar með vísindalegri sýn á veröldina. Þeir sem eru sammála þeirri gagnrýni hljóta að sjá ákveðin líkindi milli trúarbragðanna og kynjafræðinnar hér.

Ef að það á að ríkja einhver sátt um miðlægt menntakerfi eins og við búum við í dag verður að taka jafn umdeild málefni og setja í alvöru rýni. Þessi börn eru enn ung og óásættanlegt að mögulegur kynjaáróður eigi sér stað sem er svo ekki réttur eða í snertingu við raunveruleikann. Núna er ekki verið að kenna t.d. forritun í grunnskólum og vel má deila hvort að kerfið eigi ekki að einbeita sér af grunnhæfni barna á þessum aldri og önnur umdeildari námsefni eigi aðeins heima á seinni skólastigum.

Það eina sem ég sé þessu til framdráttar er að verkefnið gæti dregið úr því hnjaski sem viðkvæm karlmennska verður gjarnan fyrir þegar heimsmynd hennar er ruggað.

Ég er kynjafræðingur og get staðfest að líffræðilegar skýringar á mismuni kynja hafa sum gildi þegar kemur að til dæmis læknisvísindi. En þegar það kemur að útskýringar á félagsleg hegðun, þá stennst líffræðilegar gögnin einfaldlega ekki skoðun og það hefur verið vitað lengi.

Flestir sem rita á móti virðast ekki hafa lesið tillöguna. Því margir vísa til að kynjafræði sé víst grein í háskólanum, þar með vísindagrein. EN tillagan sem er hér til umræðu snýst um tiltekið námsefni fyrir grunnskóla, en ekki deild uppi í háskóla. Ég skil ekki að menn geti verið á móti því að námsefni sé vandað og standist skoðun.

Ég legg til að þessir skilningsvana karlar sem vilja hér gera skoðun á kynjafræðinni skrái sig til náms í henni í Háskóla Íslands og fái þar þá kennslu sem þá þyrstir í á viðeigandi stað. Ég hlakka til þegar þeir snúa aftur úr námi og taka að sér kynjafræðirannsóknir í grunnskólum. Lifi byltingin!

Ef aukinn aðgangur kvenna að vinnumarkaðnum er sjálfsögð afleiðing „þróunar og framfara í tækni“ af hverju skýrist það þá að konur í Sádi-Arabíu mega ekki einu sinni fara út úr húsi nema með leyfi mannsins síns eða nánasta karkyns ættingja?

Námsefnið gefur líka í skyn að sögubækur og námsefni í sögu sé að miklu leiti rangt, því þar sé gert of lítið úr hlut kvenna. Án þess að útskýra það frekar. Þá má gera ráð fyrir að Stalín og Edison þurfi að víkja fyrir einhverjum konum til að "leiðrétta" söguna.

Kynjafræðin er nú þegar byggð á vísindalegum grunni. Félagsvísindi eru vísindi, og kynjafræði er grein innan félagsvísinda. Ég legg til að höfundur tillögunnar kynni sér fræðigreinina í alvöru í stað þess að byggja á eigin fordómum.

Guðfræði er líka kennd í háskólanum, en telst þó ekki til vísinda. Ég myndi vilja því vita hvort unnið sé empírískt með niðurstöður úr mælingum og rannsóknum frá öðrum greinum sem starfa með heila og atferli, s.s. geðlækningar, sálfræði og líffræði.

Markmiðið virðist vera að vekja reiði hjá ungum stúlkum til að umbreyta þeim í aktívista. Þá er hvergi minnst á í námsefninu vitanlega að karlar vinna að jafnaði 2,6 mánuðum lengur yfir árið í þessari femínísku nálgun. Gagnrýni mín hér snýr ekki að því að það sé ekki í lagi að benda á hvernig staða kynjanna geti verið mismunandi í samfélaginu. En að það sé þá ekki gert með því að annað kynið sé fórnarlamb en hitt gerandi.

Hvaða karlrembu LBGTQ+ hatandi cis-kynja hvíti karlmanni dettur í hug að tala svona? Margar rannsóknir innan kynjafræðinnar hafa verið gerðar á þessum málum og allar komast að þeirri niðurstöðu að eini munur á öllum kynjum er ekkert nema félagsmótun. Svona feðraveldiskomment gera ekkert til að styðja við konur og aðra minnihlutahópa í slagnum við nauðgunarmenninguna. Auk þess hefur margoft verið sýnt fram á það að vísindi eru karllæg og taka ekki tillit til aldagamallar þekkingar minnihlutahópa.

Eins og annað námsefni þá byggir námsefni kynjafræði hiklaust á vísndalegum grunni, enda er kynjafræði fræðigrein innan félagsvísinda og kennd meðal annarrs í Háskóla Íslands. Það er örugglega að finna mikið af skrifu og rannsóknum tengdum kynjafræðideild háskólans sem kalla mæti vísindaleg skoðun og sem sýna "sannleiksgildi", mæli með að fólkið sem er í forsvari fyrir svona tillögu byrji á að lesa það sem þar finnst!

Burtséð frá villandi framsetningu (og glötuðu málfari) í þessari tillögu, þá trúi ég því að kynjafræðinám sé þarft og gott fyrir allt fólk af öllum kynjum. Reyndar hef ég enga trú á að "vísindaleg skoðun" myndi leiða annað í ljós, en það væri a.m.k. tíma- og peningasóun ef ekki annað.

Kynjafræði á erindi til allra. Þessi tillaga sýnir það.

Sem kona, þá er þessi hugmynd svo innilega vitlaust upp sett. Ég er hrifin af hugmyndinni að kenna og fræða börnin um jafnrétti. En alltaf þetta upphefja konur endalaust framar en karla er orðið þreytt. Núna er kominn tími að jafna alla.

Eins og R.W. Connell orðaði það: "The account of natural [gender] that has been built up in sociobiology is almost entirely fictional. It presupposes broad differences in the character traits and behaviors of women and men ... The usual findings on ... personal traits, is that there are no measurable differences at all. Where differences appear, they are small compared to differences in the social positioning of women and men" (Masculinities, 2005: bls. 47).

Kynjafræðin er félagsvísindi, hún er kennd í HÍ og í háskólum um allan heim. Það að kynjafræði sé fræðigrein er óumdeilt nema hjá þeim sem vilja þagga niður í þeirri þekkingu sem komið hefur fram í gegnum þær rannsóknir sem fræðigreinin hefur framkvæmt -og varpar ljósi á óþægilega hluti í samfélaginu. Þessari spurningu hefur nú þegar verið svarað og því felli ég þessa illa ígrunduðu tillögu.

1. Námsefnið heldur því fram að aukin atvinnuþátttaka kvenna og réttindi sem komu í kjölfar þess séu komin til vegna einhverskonar 'aktivísma': Í þessu samhengi mætti þá spyrja: af hverju gerðist þetta ekki 100 árum fyrr? Var ekki búið að finna upp mótmælaskiltin? Nei, ástæðan fyrir þessu er framfarir og þróun í tækni, sem ollu því að heimilisstörf voru ekki lengur full vinna. Þessi tímasetning var engin tilviljun. En kynjafræði fyrir grunnskólabörn snertir auðvitað ekkert á þessu.

Í námsriti eða leiðbeiningum til kennara í þessu fagi er nefnist "Jafnréttisbaráttan: Kennsluefni fyrir eldri nemendur í grunnskóla", kemur eftirfarandi fram: "Hugmyndir okkar um kvenleika og karlmennsku á ekki rætur að rekja til líffræðilegra þátta heldur mótast merking þessara eiginleika af menningunni hverju sinni" Af þessu er ljóst að höfundar hafna líffræðinni sem fræðigrein með öllu í kennsluefni sínu. Þetta væri í líkingu við að hafna þróunarkenningunni. Og er það í raun.

Vísindaleg skoðun á þessu kennsluefni hefur þegar farið fram og sem lifandi félagsvísindafag er það í sífelldri skoðun. Ef eitthvað er mætti uppfæra kennslubækurnar til að halda í við nýjustu þekkingu um kyn, kyngervi ofl. En að halda að framfarir í tækni sé td. ástæða aukinnar atvinnuþáttöku kvenna er á skjön við raunaðstæður víðsvegar í heiminum í dag, og þarf engra vísindalegra aðferða við það. Fella þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information