Nýja testamentið í skólana

Nýja testamentið í skólana

Núverandi meirihluti hefur komið í veg fyrir að Nýja testamentið sé afhent á skólatíma. leyfa að því sé dreift á skólatíma

Points

Ef fólk vill að börnin þeirra fái Nýja testamentið þá getur það örugglega bara hringt í Gídeon til að redda því.

Við búum í samfélagi sem byggir á kristinni siðfræði og dreifing nýja testamentsins í skólum hefur viðhafst í áraraðir. Ef einhverjir vilja ekki vera með þá er það þeirra að afþakka fyrir sig, þurfa ekki að ákveða fyrir okkur hin.

Okkar menning er byggð á kristnum gildum.Nýja Testamentið leggur út frá umburðarlyndi trú von og kæleika og fyrigefningu.Ég á mína bók síðan1956 frá Gideonfélaginu.Held einmitt að sé þörf fyrir börn og unglinga í dag að fá að kynnast því sem bókin boðar þar sem kvíði og þunglyndi virðist herja á í auknum mæli.Bók sem er tímalaus og fellur aldrei úr gildi.Jesús er besti vinur barnanna.

Nýja testamentið fjallar um ævi merkilegasta manns, sem uppi hefur verið. Hann var sendur hingað vegna efasemda mannsins um tilvist Guðs. Það er eiginlega skyldulesning að lesa um hann að hvaða niðurstöðu maður svo kemst að lokum. Það hefur engin tapað á því að fylgja honum. Hann heitir Jesú Kristur og saga hans er ung í mankynssögulega samhengi. Hann var uppi, eiginlega rétt handan við hornið.

Nýja testamentið er ekki fræðsluefni. Þeir sem vilja koma því í hendurnar á börnum er frjálst að senda börnunum pakka með póstinum eða bjóða krökkunum í kirkju.

Við eigum að halda í okkar gömlu siði, það hefur ekki skaðað neinn að fá testamentið í hendurnar og svo er hverjum í vald sett hvort hann vill lesa það eða ekki. Það að gefa Nýja testamentið í skólum þarf ekki að hindra það að fræðast um aðra trúarsiði.

Ef foreldrum er umhugað að þröngva sinni heimssýn upp á börn sín get ég bent þeim á messur og barnastarf kirkjunnar. Opinberar menntastofnanir í landi þar sem er skólaskylda (og því engin undankomuleið) eru ekki vetvangur fyrir trúarkreddur. Foreldrarnir geta haft sig eftir þessu sjálfir, nema auðvitað að leti og áhugaleysi hamli því. Einnig eru þeir sem telja sig kristna komnir undir 50% þjóðarinnar þannig að meirihlutarökin halda ekki einusinni. Velkomin til 2017.

Frábær bók sem er yfirfull af visku og kærleika. En allir hafa rétt til að afþakka. Ég er þakklát að hafa fengið nýja testamentið á tímum mínum í grunnskóla. Ég nýtti mér það á erfiðum tímum sem barn. Við erum í grunnin kristin þjóð

❤️

Bækur Nýjatestamentisins eru jafn mikill hluti af þjóðararfinum eins og íslendingasögurnar. Hvoru tveggja ber að halda að skólabörnum.

Trúarbrögð eiga ekki heima í hinu opinbera. Þeir sem vilja fræðast um kristna, eða aðra, trú hafa greiðan aðgang að öllum upplýsingum í gegnum kirkjur eða aðrar trúarlegar samkundur.

Trú á að vera valkvæm einstaklingum, en ekki troðið uppá börn

Hvaða leti er þetta? Kíkið í kaffi hjá Gídeon félaginu og náið ykkur í bara í eintak fyrst það er svona mikilvægt að börnin ykkar eignist þessa skruddu.

Öll trúarbrögð ættu að vera kynnt í grunnskólunum

Ein tiltekin trúarbrögð eiga ekki að vera hluti af skuldbundinni menntun.

Að mínu mati er þetta peningasóun. Ekki margir krakkar sem munu lesa bókina. Frekar að dreifa bókum sem vekja áhuga krakkanna og hvetja þau til að lesa bækur.

búinn að því

Efla trúarlíf meðal þjóðarinnar og gefa grunn til að byggja líf sitt á. Ef því er dreift á skólatíma, þá hafa flestir eða allir tækifæri á því að fá Nýja-Textamentið. Undirstaða vestrænnar menningar er kristin trú

Uppbyggileg lesning

Nýja Testamentiđ er hollt öllum og trúi ekki ađ neinum hafi orđiđ meint af ađ lesa þađ.

Trúarbrögð eru sennilega ein mesta plága mannkinns og kannski komin tími á að fara að uppræta þessa vitleysu. Það væri hægt að gera með því að hætta að þröngva skrítnum hugmyndum uppá börnin okkar og kenna þeim frekar ganglegar staðreyndir, sköpun og tjáningu.

Við erum kristin þjóð og það gerir okkur öllum gott að lesa Nýja Testamenntið.

Kristin trú í þúsund ár hefur blessað Ísland svo um munar. Sú staðreynd að forfeður okkar höfðu bænina að vopni í baráttunni gegn óblíðri náttúru, vosbúð og hörmungum öld eftir öld, hefur skilað okkur á þann stað sem við erum í dag. Í kristnum gildum þjóðarinnar liggja verðmæti sem margir átta sig ekki á. Ég segi; afhendum unga fólkinu Orð Guðs strax í grunnskólum landsins.

Trúboð og skóli fara ekki saman

Skólakerfið er veraldlegt og þannig á það að vera. Ekkert bannar að börnum sé gefin þessi bók, en það á bara ekki að gerast í skólanum. Þeir foreldrar sem þetta vilja geta farið á Langholtsveg 111 og fengið hana ókeypis þar.

Ég er með byltingarkennda hugmynd. Hvað með að gefa Nýja Testementið í kirkjum?

Skóli á ekki að vera trúboðsstofnun. Kirkjan getur gefið Nýja testamentið í sunnudagaskólanum eða fermingarfræðslunni. En í skólanum á hvorki að gefa Nýja testamentið né Kóraninn.

Ekki hlutverk skólanna að kenna börnum um þessa trú frekar en aðrar.

Við erum næstum öll í þjóðkirkjunni og við erum kirstinn þjóð... meirihlutin ræður... Er þetta ekki lýðræisland....

NT er fornaldarrit með fullt af siðaboðum í formi opinberana en ekki rökstuðnings. Hún angar af karlveldisþjóðfélagi síns tíma og inniheldur alls kyns varasamar hugmyndir sem eru lamandi fyrir sjálfstæða gagnrýna hugsun og geta ruglað ungt fólk verulega í rýminu. Dæmi: "... konan skal ekki skilja við manninn sinn, - en hafi hún skilið ... þá sé hún áfram ógift eða sættist við manninn ...". Konur eiga t.d. að þegja á samkomum. Ekki nota skynsemi sína heldur orð Guðs. Barnarit? Nei. Trúboð? Já.

Nýja Testamentið er kærleikur

Gerir engann að verri manni að lesa það!

Trúboð á ekki að vera í skólum.

Öll þau ár sem Nýja Testamentinu hefur verið dreift í skólum landsins hefur ekki einn einasti einstaklingur beðið skaða af. Við státum okkur af því að elsta eintak Biblíunnar tengist okkur sem þjóð og það ætti ekki að vera ógn við trúarafstöðu nokkurs mans sem velur að lifa í kristnu landi að fá þessa litlu bók afhenta sem gjöf í skólum landsins, hvað svo sem hann velur að gera við hana, „les eða hunsa“.

Ekki spurning. Við erum kristin þjóð.

Það er siðlaust að boða trú í opinberum skólum. Fyrir utan að það er skaðlegt að telja börnum ókristinna trú um að foreldrar þeirra séu að fara til helvítis. Það er skaðlegt fyrir samskipti fjölskyldunnar ef skólinn fari að snúa börnin gegn foreldrum sínum þegar að kemur að svo persónulegum hlutum eins og lífsskoðun. Foreldrar sem vilja ala börnin sín upp í trú skal gera það sjálf. Án aðkomu opinbera skóla.

Amma las reglulega úr bibliunni og talaði um kærleiksboðskap Jesú, virðingu, manngæsku, náð og fyrirgefningu, þetta hefur verið mitt besta veganesti í gegnum lífið. Rökin með því að gefa boðskap bibliunnar til unga fólksins er mun fleirri en ég læt þetta duga.

Kristin trú er hluti af kennsluefni grunnskólans ásamt nokkrum öðrum trúarbrögðum. Það er algerlega eðlilegt að nemendum sé gefin grunnbók trúarbragðsins sem yfir 80% þjóðarinnar aðhyllist. Bókalestur ungmenna á einnig undir högg að sækja. Ef einhver myndi auka lestur sinn vegna bókarinnar er það bara gott mál. Svo verður hver og einn og ákveða sjálfur á hvað hann trúir. Kynning á trúarbrögðum er og á að vera í grunnskólum, en trúboð ekki.

Stólpar vestrænnar menningar eru kristin trú og grísk menning. Fáfræðin drepur

Kristur er merkasti maður allra tíma. Engin hefur haft eins mikill áhrif og hann í gegnum aldirnar. Þó ekki sé meira sagt.. að sjálfsögðu á að kenna um hann og nýa testamenti er lifandi heimild um hann og það ljós sem hann boðaði þjáðum heimi.

Það er ekkert hættulegt við það og í því er efni sem hjálpar þeim síðar að skilja grundvöllinn að okkar menningu og bakgrunn að gildum okkar og siðfræði til margra ára.

Fædd '69 og á enn mitt eintak og þykir mjög vænt um það og á sínum tíma veitti það mér eh huggun á óskiljanlegan hátt. Ég vona að önnur börn missi ekki af þessari tengingu. Lífið er allavena hjá öllum.

👍

Ég styð framtakið um að grunnskólar hafi Nýja testamentið inn í námsskránni af því að hafa sem barn í barnaskóla og unglingur upplifað kennslu í þessum fræðum og bara gott eitt um hana að segja.

Við erum kristið land

Þeir foreldrar sem vilja ekki að börnin þeirra fái nýja testamentið geta geta látið skólann vita. Erum kristin þjóð

Þjóðin okkar byggist á Kristinni trú og eru gildi margra Íslendinga í samræmi við það. Einnig er bráðnauðsynlegt fyrir nemendur að kynnast og fræðast um Jesú, merkustu persónu fyrr og síðar

😇

Það sem Jesús kenndi með lífi sínu og því hvernig hann kom fram við aðra, er að við hin ættum að koma vel fram við hvort annað. Hann kenndi að við ættum að sýna hvort öðru kærleika, virðingu og umhyggju. Það er það sem stendur í Nýja Testamentinu og við höfum öll gott af því að lesa það.

😍Nýja Testamentið er hollt öllum

Að sjálfsögðu á að leyfa börnum að hafa aðgang að orði Guðs tók eftir þvi að flestir eru til í að samþykkja yoga i skólum en yoga er hinduismi og hver hreyfing tilbeiðsla til Guða í hinduisma það er ekkert yoga án hinduisma og engin hinduismi án yoga, og það að fólk se a móti orði Guðs sýnir hversu hrætt fólk er við að Guð er raunverulegur og gæti actually talað inn i hjörtu barnanna okkar

Mikilvægt er að börn læri um helstu trúarbrögð heimsins. Ef Nýja testamentið er afhent þá skal afhenda helstu trúarrit annara trúarbragða líka. Á Íslandi ríkir trúfrelsi og mikilvægt að jafnræðis sé gætt.

Góður boðskapur sem á erindi við börn

Betri siðferðis grunn er ekki hægt að fá og ekki veitir af að gefa börnum að minnsta kosti þann möguleika að geta lesið sig til um að elska náungan eins og sjálfan sig, því nóg er framboðið af alskonar rugli, dælt út í barnaefni sjónvarpsins sem líka er kostað af almenningi þessa lands.

Það er trúfrelsi á íslandi. Þeir foreldrar sem kjósa að fá nýja testamentið fyrir börnin sín geta hæglega leitað til Gídeonfélagsins og sótt það sjálf. Trúarinnræting á ekki að vera hluti af almennu skólastarfi.

Skrítið að það sé hættulegt og ekki á ábyrgð skólana að leifa slíkt,en á sama tíma er það hipp og Cool að stunda jóga sem er ekkert annað en trúarbrögð og kemur úr hinduisma , Friður sé með yður .

Við erum kristin þjóð og það gerir okkur öllum gott að lesa Nýja Testamenntið. Og það er ekki hlutverk skólanna að koma í veg fyrir að við höldum okkar kristnu gildum eins og að hætta að dreifa Nýja Testamenntinu og fara í kirkju og halda litlu jólin þetta er hefð sem hefur verið haldin í áranna rás og engum orðið meint af. Og það er heldur ekki hlutverk skólanna að innleiða hér önnur trúarbrögð eða að afkristna börnin okkar.

Skólakerfið er að starfa á vegum hins opinbera, sem fulltrúi okkar allra og valds sem við eigum í sameiningu. Því á ekki að beita til að gefa ungu fólki þá hugmynd að það vald, að það samfélag, álíti ein trúarbrögð réttari eða betri en önnur. Slík afstaða er tilraun meirihluta til að nota aðstöðu sína til að veita eigin líffskoðun aukið vægi í krafti sameiginlegra stofnanna. Það er ekki í lagi. Ekki af því að 'nýja testamentið sé skaðlegt' heldur af því þetta er misbeiting aðstöðu.

Trúboð og útdeiling trúarrita á ekkert erindi í opinbera skóla. Það er hlutverk foreldra að innræta börnum trú en ekki skólana. Þessutan eru ekkert allir trúaðír og kunna ekkert veli við það að trúarritum sé otað að börnum sínum.

Trúboð á alls ekki heima í skólum !

Hnignun vestrænna samfélaga fer saman með minnkandi Kristni. Nýa testamentið í skólana að sjálfsögðu. Í landi þessu er einn siður síðan árið 1000.

Við teljum okkur kristna og eg se ekkert slæmt við þessa bok

Nyja Testamenntið gerir engum illt en að vinna gegn því hefur skaðleg andleg ahrif.

Alveg sjálfsagt í upplýstu samfélagi að hafa greiðan aðgang að upplýsingum. Burt með fordóma.

Þarf rők til að halda í arfleið okkar og kristin gildi...Maður hendir ekki þvi góða fagra og fullkomna sem Jesus Kristur kennir í nýja textamentinu út á gaddinn vegna tískubylgju hávaðrasamra uppreysnarseggja...Þvi er þannig varið að tiska gengur yfir enda innihaldslaus i sjálfu sér...

Úrelt rit , ađ auki ætti þá ađ skylda öll önnur trúarrit líka. Trúarbrögđ eiga ekki heima i grunnskólum

Höldum fáfræði utan skólanna.

Í nyjatestamentinu fynnum við kærleik og væntuþikju bætir hvern þann sem hefur það undir höndum.

Hvers kyns trúfræðsla og kynning á trúarbrögðum eykur menningarlæsi og er grunnur að heimsfriði.

Við erum Kristinþjóð og ég tek þessa bók góða . Hún var góð fyrir mig , hún skemmir ekki . Falleg gjöf og þeir sem ekki vilja hafa val og geta sagt ; nei takk

Nýja testamentið er uppfullt af kvenfyrirlitningu. Íslenskt samfélag má nú ekki við því. Sjá hér: http://freethoughtnation.com/what-does-the-new-testament-say-about-women/

Nýja testamentið er klassík sem allir ættu að íhuga.

Ég er mjög ánægð með þetta👍😇

Öll börn eru skólaskyld og í sínu námi fá þau lögboðna trúarbragðafræðslu. Það að "gefa nýjatestamenti" snýst um aðgang trúfélags að börnum í trássi við foreldra þeirra. Vilji trúfélagið gefa bækur má gera það í kirkjum, skólin á að vera hlutlaus.

Ef testamentið er gefið þá skal líka gefið barnvæn útgáfa af kóraninum, Vedur hindúisma, Tripitakas rit Búddismans og tóruna og talmudinn! Án gríns, biblíurit eru til á bókasöfnum og í kirkjunum sjálfum. Þau geta keypt eða leigt sér þetta sjálf ef þau vilja og taka sjálf ákvörðun til þess.

Trúboð á ekki heima í grunnskólum. Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og trúaruppeldi þar með. Foreldrar sem vilja sinna trúaruppeldi hafa alla möguleika til að taka þátt í barnastarfi kirkjunnar. Hlutverk skóla er að fræða þ.a.m. um trúarbrögð. Dreifing trúarrita og annað trúboð gengur gegn grundvallar mannréttindum m.a. mannréttindastefnu borgarinnar.

Tad eru yil fullt af skàld sögum sem væru gagnlegri..

Trúboð og trúarleg innræting á ekki heima í skólum, ekki frekar en öðrum opinberum stofnunum. Trúarbragðafræðsla er vissulega hluti af fræðsluhlutverki skólanna, en nýja testamentið verður seint talið hlutlaust kennsluefni í þeim fræðum. Sama gildir um trúarrit annarra trúarbragða.

Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og trúaruppeldi þar með. Þau foreldri sem vilja sinna trúaruppeldi hafa alla möguleika á að taka þátt í barnastarfi kirkjunnar. Hlutverk skóla er að uppfræða þ.a.m. um trúarbragðafræði. Dreifing trúarrita og annað trúboð gengur gegn grundvallar mannréttindum m.a. mannréttindastefnu borgarinnar.

Á meðan við erum með þjóðkirkju þá á ríkið að sjálfsögðu að standa þétt við bakið á kirkjunni, - með því að tryggja að börnum sé kennd kristinfræði í skólanum og að Nýja testamentinu sé dreift til barnanna. Þau hafa örugglega aldrei illt af því þó mörg lesi það kannski aldrei. Ef við náum að kenna þeim boðorðin tíu þá eru krílin okkar í býsna góðum málum fyrir lífið.

Það gerir engum gott að yfirgefa uppruna sinn, við höfum verið hér á landi kristin þjóð í þúsund ár, trú okkar hefur komið okkur í gegnum ýmsar raunir. Það að banna að gefa börnum Nýja testamenntið er virðingarleysi við uppruna þjóðarinnar, það er hefð fyrir afhendingu nýja testamenntisins, hins vegar er þeim frjálst að afþakka gjöfina sem þess óska, en að útiloka alla vegna örfárra er einfaldlega verið að traðka á mannréttindum fjöldans til að uppfylla hvatir fárra.

Þeir foreldrar sem vilja halda nýja testamenntinu að börnum sínum, geta vel orðið sér úti um eintak. Að dreifa trúarriti á skólatíma er ekki boðlegt í nútímasamfélagi og "rökin" að þetta skaði enga eru engin rök. Þá væri allt eins hægt að dreifa auglýsingapésum í skólum, því ekki myndi það skaða neinn í sjálfu sér, er það?

Það þarf ekki annað en að skoða dálkinn hér til vinstri til að sjá hversu skaðlegt það er dreifa áróðursritum til skólabarna. Rökleysurnar, staðreyndavillurnar og hrokinn sem birtist í "röksemdum" rétttrúaðra er með ólíkindum. Jafnframt sýnist mér að flestir þeir sem aðhyllast ríkiskirkjukristnina tapi niður málvitund og tilfinningu fyrir réttritun eftir því sem trúarofsinn vex. Til að íslenskan fari nú ekki veg geirfuglsins væri því réttast að taka alfarið fyrir dreifingu trúarrita af öllu tagi

Hægt er að nálgast Nýja Testamentið á netinu. Börn læra um kristni og önnur trúarbrögð í skólum og geta aflað sér trúarrit sem þau hafa áhuga á í gegnum netið.

Það hefur aldrei skaðað neinn að læra um miskunnsama samverjan og aðrar fallegar sögur Nýja Tesamentisins. Kristni er hluti af arfleið okkar og grunnurinn að vestrænni menningu sem ber af góðgerðum og umburðalyndi í heiminum sem flestar þjóðir óska sér, tel ég því eðlilegt að hún sé í hávegum höfð og fái að njóta sín inannann skólanna.

Ísland menning er byggð á Kristnum gildum og ekkert rit er nær um að innleiða þau góðu gildi en Nýja testamentið í skólum landsins. Góð bæn í upphafi skólastarfs væri gott innlegg fyrir alla nemendur, hverra trúar þeir kunni annars að hafa.

Samkvmt könnum, eru 82% fylgjandi því að þessi ágæta gjöf megi afhenda börnum í grunnskólunum,,þessi ágæta bók var ma. talin til námsgagna hér áður fyr. Sá áróður að hér sé um innrætingu að ræða á ekki við rök að styðjast. Það eru ekki góð mannrétindi að þeir sem í rvk. fá þetta ekki en annars staðar er þetta hluti af þeim upplýsingum sem nemendur vinna ú.

Er ekki í hlut skólanna að kenna um 1 trú meira en hina. Þau börn sem fermast læra um kristnifræði. En sniðug hugmynd að kenna börnum trúarfræði og þannig taka fyrir allt mögulegt og frá öllum heimshornum.

Börnin eiga að sjálfsögðu að fá að fræðast um okkar arfleið og menningu, kristintrúin hefur verið hér ríkjandi í meira en 1000 ár og hefur verið okkur oftar en ekki til blessunar að við völdum kristintrúnna sem okkar þjóðtrú, þess vegna erum við flest skírð og fermd. Það er í raun fráleitt að vilja halda því sem tengist sögu okkar íslendinga og þjóðtrú kirkjunni frá börnunum okkar, afhverju mega þau ekki fræðast um góða og fallega trú og læra um kærleiksboðskapinn sem Jesú færði okkur?

Menntun og fræðsla á forsendum skólans um trúarbrögð er eitt. Krafa utanaðkomandi aðila um aðgang að börnum okkur á skólaskyldutíma þeirra er allt annað mál. Sé ekki hvaða erindi þetta á við menntastefnu.

Núverandi samfélag er byggt á boðskap þessarar bok, hvort sem folk er með eða á móti þvi. Og börn eiga þann rett á að fræðast um það og taka ákvörðun um hvort þau vilja fylga þessari bok eða ekki. Þessvegna er ílagi að gefa þeim þetta og leyfa þeim svo að raða. Annað er brot á þeirra rétti til að fræðast.

Það er ekki skólanna að innræta börnum trúarskoðanir. Mun eðlilegra er að svona fari fram í viðeigandi trúarstofnunum. Þeir sem vilja Nýja Testamentið gætu þá nálgast það í sinni kirkju.

Foreldrar hljóta að geta nálgast trúarrit fyrir börnin sín annars staðar en í menntastofnun sem á að vera hlutlaus gagnvart trúarbrögðum.

Grunnskólinn á að vera hlutlaus grundvöllur. Staðhæfing margra að Ísland sé kristin þjóð er hrokafull og niðrandi. Það eru ekki allir kristnir á Íslandi og er með því ekki hægt að staðhæfa á þann hátt. Að koma því fram að dreifa ætti bók kristinnar trúar til barna, jafngildir því að dreifa ætti kóraninum, bækur um norræna goðafræði, hebresku biblíunni o.s.frv. Annars væri þetta hnitmiðaður áróður.

Trúarinnræting er ekki hlutverk skóla.

Við getum þá alveg eins dreift bókum um besta stjórnmálaflokkin því við erum pólitísk þjóð. Þetta er tímaskekkja.

Það að boða ákveðna trú í skólum stríðir gegn trúfrelsi. þetta málefni er ekki á ábyrgð skóla. Það er gífurlegt ábyrgðarleysi að að ætla að dreyfa trúarriti til barna!

Bókin er gefin þeim sem vilja þiggja. Hægt er að nota hana í trúarbragðafræði eins og annað námsefni og önnur trúarrit. Bókin hefur verið gefin í áratugi. Þrátt fyrir það hefur fólk tekið eigin ákvörðun með líf sitt og trú, bókin hefur ekki galdramátt hvað það varðar. Því sé ég enga fyrirstöðu að henni sé dreift. Þetta er bara bók fyrir þann sem trúir ekki, trúarrit fyrir hina.

Ég mæli með nýja testamentinu í menntaskólum,og þegar ég var 12 ára fekk ég nt testam, frá gideon fel, og fannst það hafa góð áhrif á líf mitt,seinna þegar ég fór að vinna,gat ég haft það í vasanum og lesið það í pásum.

Trúarbrögð eru hættuleg og þau ber að varast. Það er skaðlegt að alast upp við að til sé eitthvað helvíti.

Skólinn er ekki trú, burt með þetta rusl

Ég tel að eigi að afhenda Nýja testamentið! Kristin Gildi eru góð sbr. Boðorðið "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig" og fleira gott sem er i Kristnum fræðum og nauðsynlegt að kenna þau ekki síður en margt annað. Þetta er ma að mínu mati partur af " lífsleikni kennslu "Við sem þjóð erum Litherstrúar og henni fylgir fræði Biblíunnar . Fyrir utan það finnst mér sjálfsagt mál að i skólum sé almenn kynning á trúarbrögðum heimsins!

Nýja Textamentið hinn nýji sáttmáli þurfa allir að lesa. Guð kærleikans kemur fram í Jesú Kristi og aðeins fyrir hann öðlumst við eilíft líf. Það kemur enginn í veg fyrir að við hlustum á vitnisburðinn með því að banna að gefa Nýja Textamenntið. Þetta er falleg gjöf.

Afhverju ekki að leyfa nyja testamentið sem er uppfullt af kærleik ? Finnst mjog skrítið að banna eigi útbreiðslu a fræðsluefni kristinnar truar en það er toff að leyfa yoga sem flestir halda að se heilsuvitund en er upprunninn úr hindúaTRÚ!

Þetta er einfalt. Í stað Gídeon félagsins sem mætir og dreifir bókinni hugsið ykkur að Vottar ætli að mæta í skólann og dreifa trúarriti þeirra. Eða múslimar, eða Vantrúarmenn. Einhverjir sem vilja koma orðum þeirra túlkun á Guði.

Trúboð á ekki heima í obinberum skólum eða skólastarfi. það er hlutverk foreldra að sinna því utan skóla.

Nýja testamenntið er stútfult af visku og kærleika það skaðar engan boðar kærleika og von fyrir alla Þess vegna mæli ég með að öllum börnum í grunnskóla sé boðið eintak til eignar.

Kennarar eru fullfærir um að kenna um trúarbrögð án þess að keypt verði trúarrit. EF það á að kaupa nýja testamentið þá ætti líka að fjárfesta í öðrum, t.d. kóraninum.

Það er augljóst að þær þjóðir sem hafa kristna trú í hávegum eru þjóðir sem hafa fengið velmegun. Boðskapur eins og boðorðin 10 eru mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni. Eins og þú skallt ekki deyða, heiðra móðir þína og föður, ekki að ljúga o.s.frv. mjög jákvætt. Einnig er mikill kærleiksboðskapur og leyndadómur fyrirgefningar. Við erum kristin þjóð og ekki rétt að ræna börnin þeirra eigin menningu og ef einhver vill ekki nýja testamennti þá er það allt í lagi. Bara afþakka einfallt mál.

Ef þetta er ekki í aðalnámskrá grunnskóla þá er þetta óþarfi. Ég sé um uppeldið á mínum börnum þess utan en leyfi þeim að svala forvitni sinni á þann hátt sem þau vilja innan marka skynseminnar.

Grunnskólar landsins eiga að vera lausir við trúarlegan áróður. Það er ofboðslega mikið yfirlæti fólgið í því að koma með trúarrit handa börnum á skólatíma og ætlast til þess að það sé í lagi vegna þess að við séum kristin þjóð. Í skólum eru börn sem tilheyra öðrum trúarbrögðum og enn fleiri sem tilheyra engum. Það á ekki að hygla einni trú ofar annarri. Þó hér sé þjóðkirkja (sem fáir sækja) þá erum við ekki kristin þjóð.

Trú á ekki heima í skólastarfi. Kristni er nú þegar kennd sem hluti af trúarbragðafræði. Foreldrar bera ábyrgð á trúarlegu uppeldi barna sinna og eiga ekki að láta skóla um það.

Biblían er saknart og kennsla td til kærleika og elska skal náungan eins og sjálfan sig og elska óvininn og biðja fyrir honum og gera góða hluti fyrir td óvininn og kennir td með bjálkan og flísina og er um kærleika boðskapurnn.

Nýja testamentið er falleg bók með góðum uppbyggilegum gildum. Í henni er að finna gullnu siðaregluna, óðinn um kærleikann, sæluboðin og margt fleira fallegt og gott. Þessi bók hefur haft áhrif á siðmennt þjóðarinnar til góðs í yfir 1000 ár. Árin 1000 þar á undan var hér að mestu Ásatrú. Ef það á að banna Nýja testamentið, hvað verður þá næst? Á þá ekki að banna Hávamálin eða hvað annað sem misbýður fólki, þó það hafi með sögulegt gildi þjóðarinnar að gera?

Fyrirgefning/kærleikur Frelsarans er tímalaus jafnvel þó að þörfin fyrir hvorutveggja hafi aldrei verið meiri. Gleðileg jól <3

Þessa bók eiga allir islendingar að eiga.

Foreldrar, ekki hið opinbera, eiga að sjá um trúarlegt uppeldi sinna barna. Þeir geta hæglega sett sig í samband við Gídeon ef þau vilja að börnin sín fái nýja-testamentið. Skólinn á að vera fyrir alla ekki bara þá sem eru kristnir.

Bók sem fellur aldrei úr gildi, hún er tímalaus og hjálpar börnum ljóssins að finna Föðurinn.

Með engu móti er það hollt að troða trúarritum í skóla.

Vestræn menning, listir, bókmenntir, lög, hegðun og siðferði byggir á kristinni menningu. Börnin þurfa að fá innsýn í kristna menningu og kristin fræði. Drjúgur hluti íslenskar sögu er kristin. Kristin trú er auk þess börnum holl, hún kennir þeim að greina gott frá illu og heldur þeim frá ýmis konar hættum og óáran sem nútíminn dýrkar.

Sé ekkert því til fyrirstöðu að foreldrar sem vilji að börnin sín lesi og/eða eigi Nýja-Testamentið sjá til þess sjálf. Getur verið góð stund með börnunum bara. Engin ástæða til að láta þetta fara í gegnum skólann.

Að sjálfsögðu á að halda þeirri hefði að gefa nýja testamentið í skólunum. Get aldrei tekið undir þau rök sem gefin hafa verið við því að taka þau út. Við erum kristin þjóð, flest okkar skírast, fermast og giftast í þjóðkirkjunni þannig að þetta er sjálfgefið. Ef foreldrar eru ekki í þjóðkirkjunni og vilja ekki að börnin þeirra eigi þessa bók, þá geta þau einfaldlega tekið hana úr umferð eins og annað sem kemur upp í hendurnar á börnunum og þeim þykir óæskilegt.

Kristnin og Biblían, hefur verið mikilvægur og áhrifamikil þáttur í þjóðarvitund Íslendinga í gegnum aldirnar. Biblían er ekki bara eitthvert trúarrit, heldur eitt merkasta ritsafn allra tíma. Þjóðfáninn, skjaldarmerkið og íslenski þjóðsögurinn, vísa öll í þetta rit. Það er sjálfsagður réttur allra Íslendinga að hafa aðgang að þessu riti, hvort sem hann er kristinn eða ekki, ef ekki nema bara til að skilja fortíð og framtíð íslenskrar þjóðar og þjoðarvitundar.

Það er ekkert sem mælir með því að trúarhópar fái að dreyfa áróðri sínum yfir skólakrakka. Ef af þessu verður þá sé ég ekki annað í stöðunni en að sanka að mér trúarritum og heimta jafnt aðgengi til að plögga þeirri vitleysu líka. Vil einhver sjá börn aðskilin í skóla vegan þess að kristnir vilja ganga yfir allt og alla með sitt dogma, það er barnaníð og til þess fallið að börn verði fyrir einelti.

Alveg eins og fram hefur komið þá stríðir þetta gegn menntastefnu og stjórnarskrá. Fyrir utan það sem það er rétt að spara pappír og átta sig á því að það 21.öldin er gengin í garð og trúarbrögð eiga ekkert erindi við nútímasamfélag.

Einstein sagði: Illska er fjarvera Guðs. Alexander Solzhenytzin sagði um hörmungar Rússa í valdatíð guðleysingja: við gleymdum Guði. Vestræn siðmenning er reist á boðskap Jesús Krists;) jafnrétti, lýðræði, virðingu og fyrirgefningu

Hér vantar rökstuðning.

Trú er frjálst val, og það skaðar engan að eignast Nýja Testamenntið, sem er fullt af fróðleik og góðum siðum. Hins vegar mætti gera það að frjálsu vali að taka við þeim, það er að segja með samþyki foreldra. Þannig væri hægt að taka af allan vafa um þær ásakanir trúleysingjana og þeirra sem trúa á eitthvað annað. Um trúraráróður eða trúboð.

Það skiptir máli að kenna góð gildi og siðfræði t.d. að virða skoðanir annarra, en að blanda trú inn í það er algjör óþarfi. Það þarf aðallega að kenna krökkum að hafa trú á sjálfum sér og öðrum. Allt í lagi að bera saman mismunandi trúarbrögð, en það er hvorki tími né raunverulegur skilningur til staðar til að kafa djúpt í efnið. Ef það á að lesa nýja testamentið finnst mér að bækur annarra trúarbragða eigi líka að koma fyrir og þá helst í sögu- eða samfélagsfræðitímum.

Kristni er hluti af okkar menningu og sama hvað fólk reynir....við getum ekki breytt sögunni

Grunngildi vestrænnar menningar og góð gildi sem unga fólkið þarf á að halda.

Efla trúarlíf meðal alþýðunnar og gefa þeim grunn til að standa á og byggja. Ef því er dreift á skólatíma, þá hafa flestir tækifæri á því að fá það.

Mikilvægt til að skilja hvaðan íslendingar koma og hvar grunnurinn að vestrænni menningu kemur, það hefur aldrei skaðað neinn að læra fallegar sögur Nýja testamentisins. Einnig bætist í umburðarlyndi grunnskólakrakka hér á landi með aukinni þekkingu ekki bara um trúmál heldur um kristna trú.

Það er ekki hlutverk opinbers skólakerfis að innræta börnum ákveðnar trúar- eða lífsskoðanir enda er það í andstöðu við bæði Mannréttindasáttmála Evrópu og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem báðir hafa verið lögfestir hér á landi. Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar kveður einnig skýrt á um þetta í grein 8.3.2 “Ekki skal hampa einni trú eða lífsskoðun umfram aðra og gæta skal hlutleysis í framsetningu námsefnis og í kennslu barna.”

Ég fæ ekki séð að Nýja testamentið geti haft þannig áhrif á lesendur þess, að það þurfi að bannfæra það úr skólum, af einstaklingum sem vilja taka gerræðislegar ákvarðanir fyrir mína hönd og annarra vandamanna, varðandi kynningar, gjafir og auglýsingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar. Ég vil sjálf fá að ræða við mín börn og barnabörn um Nýja testamentið, tannbursta og annað sem þeim gæti boðist að fá gefins í skólanum, með eða án upplýsinga um kostnaðaraðila. Takk fyrir.

engin spurning að við eigum að gefa krökkunum þessa fallegu arfleið þjóðar okkar. Gríðarleg stjórnsemi að grafa undan arfleið okkar íslendinga

Algerlega nauðsynlegt veganesti inn ì lìf hvers einstaklings. Kristin gildi munu koma ì veg fyrir aukið ofbeldi og aukin afbrot, aukið lögleysi yfir höfuð. Við verðum að varðveita okkar kristnu arfleifð sem hefur komið okkur á þann gòða stað sem við höfum verið sem velferðarþjòðfèlag. Tìðnitölur segja: Aukin alvöru kristni = Minni afbrotatìðni og òfriður almennt enda boðar biblìan hin eina sanna kærleika. Hitt eru allt eftirlìkingar. Alls ekki hætta dreyfingu nýja testamentisins!

Já, það ríkir trúfrelsi á Íslandi. Mér fannst einmitt gaman í sunnudagsskóla og ég held að sonum mínum hafi þótt það líka. Get ekki séð að Nýja testamentið muni skaða neinn, hverjar sem skoðanir hans kunnu að vera. Bara hollt að kynnast og fræðast, það heldur fordómunum úti.

Betri siðferðis grunn er ekki hægt að fá og ekki veitir af að gefa börnum að minnsta kosti þann möguleika að geta lesið sig til um að elska náungan eins og sjálfan sig, því nóg er framboðið af alskonar rugli, dælt út í barnaefni sjónvarpsins sem líka er kostað af almenningi þessa lands.

Þekking á nýjatestamentinu byggir undir víðsýni og skilning. Neitun á upplýsingu á hvaða formi sem er byggir undir fordóma og fávísi

Nýjatestamentið er góð bók að eiga og fyrir þá sem vilja fræðast um kristni er gott að hafa aðgang að nýjatestamentinu. Skólar eru vetvangur fræðslu og þekkingaleitar og trúarrit kristni hefur verið talið uppbyggilegt í góðum siðum og kærleika til náungans um aldir. Við búum í kristnu landi með kristna þjóðkirkju, en búum samt við trúfrelsi. Ekki er neinum skylt að taka við nýjatestamentinu, en öllum ætti að vera það frjálst. Það er mikilvægt.

Við erum kristið land þvi ættum við ekki að leyfa nyja testamentið sem er uppfullt af kærleik ? Ef ég ætti barn i dag i skóla þá mundi eg ferkar vilja að hann /hun læsi Nýja Testamentið en að hanga i g,s,m eins og börn gera i dag <3 <3 Kristni er hluti af arfleið okkar og grunnurinn að vestrænni menningu sem ber af góðgerðum og umburðalyndi í heiminum

Nýja Testamentið er gott fræðirit um menningu okkar til fjölda ára og segir að mestu leiti sögu Jesú. Það skaðar engan að eiga það og fyrir utan það að þá geta börnin afþakka að taka við því ef þau aðhyllast annari trú.

Mesta gæfa í lífi mínu að eignast nýja testamentið.Fyrst skildi ég ekki neitt en seinna varð það mér til lífs,bókstaflega.

Kristin trú hefur reynst okkur mörgum vel bæði í blíðu og stríðu, fordómar eiga ekki að fá að stýra þessu frekar en öðru.

Ísland er kristið land og hefur verið það í 1000 ár, því er um sögulega, menningarlega og trúarlega arfleifð að ræða. Að sjálfsögðu líkt og til margra áratuga ætti að upplýsa og fræða börn í skólum landsins um sögu landsins sem og menningarlega arfleifð, einnig trúarlega og dreifa Nýja testamentinu til nemenda á skólatíma líkt og öðru námsefni.

Þau ríki heims þar sem mest jafnrétti ríkir (Norðurlöndin) hafa verið byggð á Kristnum gildum og því tel ég brýnt að allir læri þau. Frábær bók sem hvetur til kærleika, jafnréttis, umburðalyndis, sjálfsgagnrýni og sjálfstæðis. Það gerir öllum gott að lesa hana. Lestur Nýja testamentisins gerir þig ekki Kristinn. Ákvörðun einstaklingsins um að eiga samfélag við Jesús og fylgja honum gerir það. Því meiri þekkingu sem við veitum börnunum því betur í stakk búin eru þau að taka afstöðu fyrir sig.

Þar sem Ísland er land byggt á kristnum gildum þá finnst mér ekki spurning að Nýja testamenntið sé kynnt fyrir börnum.

Þessi bók á heima sem handbók á hvaða tímum sem er. Það er nefnilega ekkert nýtt undir sólinni. Bókin og kristin trú leggur út frá kærleika og umburðalyndi við náungan, sem að mér sýnist nú ekki vera vanþörf á. Þeir sem kjósa að leyfa börnunum ekki að taka sjálfstæða ákvörðun geta þá einfaldlega tekið valdið af barninu og fleygt bókinni.

Við erum kristið land þvi ættum við ekki að leyfa nyja testamentið sem er uppfullt af kærleik ?

Gott fyrir börnin að fá það í hendur sem lagt hefur grunn að þjóðfélaginu sem við lifum í þ.e.a.s. gildum þess. Legg til að öll börn fái þessa fallegu bók

😃

Það eina sem ég sé þessari hugmynd til framdráttar er að það að gefa Nýja Testamentið gæti leitt til þess að börn lesi það og það gæti hæglega leitt til þess að þau missi trúnna fljótt og örugglega, enda bókin úreld sem handbók fyrir nútímasamfélag. Mér finnst það samt ekki hlutverk skólanna að afkristna börn og kýs því á móti.

Skólakerfið á að stuðla að gagnrýni hugsun og rökfræðslu. Að ýta undir eitt trúarbragð passar þar ekki inn. Að því sögðu þá sé ég ekkert að því að bjóða foreldum þann möguleika að fá sent til sín þessa bók fyrir börnin sín ef þau kjósa það. Það skuli hinsvegar ekki gerast í gegnum skólakerfið heldur póstþjónustu.

Jesú er góður fyrir krakkana.Hann virðir fólk og vil að við gerum eins.Hann talar fallega og treður sér aldrei upp á neinn.Hann hjálpar er okkur líður illa.Hann elskar svo að maður fer að elska meira.Jesú segir sjálfur "Leyfið börnunum að koma til mín"Já Jesús er besti vinur barnana.

Aðgengi að þessari bók er mikið nú þegar. Foreldrar eiga að taka ákvarðanir um trúarlegt uppeldi á eigin forsendum. Skólar eru og eiga að vera veraldlegar stofnanir sem taka ekki afstöðu og gera ekki upp á milli trúarbragða.

Það er trúfrelsi á Íslandi.

Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar er aðgengilega á http://reykjavik.is/mannrettindastefna-reykjavikurborgar-ymsum-tungumalum og þar stendur: " Stefnan miðar að því að allir borgarbúar njóti jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu." Þessi tillaga gengur gegn henni.

trúboð á ekki heima í grunnskólum

Margir segja hér segja að við séum kristin þjóð og þess vegna eigi að gefa Nýja testamentið. Á að skilja það þannig að grunnskólarnir séu þá bara fyrir kristna nemendur❔ Eiga nemendur ekki að vera velkomnir ef þeir eru ekki kristnir❔

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information