Setja upp grindverk austan megin við Kringlumýrarbraut frá strætóskýli að Grand Hóteli til að varna börnum að hlaupa út á götu.
Mikil umferð er um göngustíginn sem liggur meðfram Kringlumýrarbraut Laugardalsmegin, ekki síst af börnum sem búa í hverfinu og þá helst þeim sem búa í Laugateigi og Sigtúni. Kringlumýrarbraut er stofnæð þar sem fólk keyrir hratt - þar er auðvelt að hugsa sér að bolti gæti skotist út á götu og barn eftir. Þetta ætti að vera ódýr framkvæmd og í sjálfu sér erfitt að sjá neina sérstaka ókosti við hana.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation