Bæta gangstíg við Snorrabraut.

Bæta gangstíg við Snorrabraut.

Aðkallandi er orðið að ráðist sé í endurbætur á aðstöðu gangandi og hjólandi á Snorrabraut allri. Brýnasti hlutinn er vestanmegin, sirka frá Blóðbankanum og suður að gatnamótum við Hringbraut. Laga þrengingu við Blóðbankann vegna gróðurs sem slagar út á gangstétt og staura sem ná hálfan meter inn á síginn svo erfitt er að mætast með vagna, á hjólum og í raun gangandi. Taka upp gamla og úr sér gengna hellulögn og leggja uppá nýtt eða leysa á annan máta. Gera leiðina greiðari yfir gatnamót.

Points

Nýlegar framkvæmdir, þar sem Snorrabraut var þrengd í þágu gangandi, voru umfangsmiklar og snéru að götum fyrir akandi umferð. Stutt er síðan skipt var um ljósastaura en þeir ekki færðir um leið þar sem þess þurfti. Miklu hefur verið til kostað í framkvæmdir við götuna þessi bútur gleymst algjörlega. Brýnt er að fara í framkvæmdir á þessum hluta Snorrabrautar.

Ofangreind tillaga hefur þegar verið samþykkt og stendur til að endurgera alla Snorrabraut á næsta ári (2015) fyrir 200 milljónir króna. Gangstéttar beggja megin götunnar verða þá endurnýjaðar, hjólastígar verða lagðir sömuleiðis auk ýmsa lagfæringa skilst mér á gatnamótum til að stytta leiðir gangandi vegfarenda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information