Stöðva akandi umferð á göngustígnum austan við Grensáskirkju!

Stöðva akandi umferð á göngustígnum austan við Grensáskirkju!

Finnst okkur í lagi að bílum sé ekið á göngustígum sem eru meðal annars notaðir af börnum á leið í og úr skóla? Vonandi ekki. Setja þarf einhversskonar lokun, t.d. staura með lýsingu, við suðurenda göngustígsins austan við Grensáskirkju sem liggur að bílastæði kirkjunnar. Bílum er oft ekið niður þennan stíg og þeim lagt við norðurhlið kirkjunnar, á svæði sem er göngusvæði! Þetta er stórhættulegt þar sem þessi stígur er mikið notaður af börnum á leið í og úr skóla.

Points

Göngustígar eru ætlaðir gangandi vegfarendum og þeir eiga að geta verið öruggir fyrir akandi umferð á göngustígum. Í raun ekkert meir um málið að segja.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information