Kynjafræði, hinseginfræði og fötlunarfræði

Kynjafræði, hinseginfræði og fötlunarfræði

Kenna þarf um fjölbreytileika mannlífsins og samskipti fólks þvert á hópa strax í grunnskóla. Ölum upp börn sem hafna því að "stelpur kasti" asnalega og að strákar megi ekki gráta. Kynnum fyrir börnum fjölbreytileika regnbogans, svo að þau sem tilheyra honum vaxi ekki úr grasi haldandi að þau séu ein í heiminum. Ölum upp kynslóð sem notar ekki "þrolli", "mongó", "stelpa" og "helvítis hommi" sem ókvæðisorð. Fögnum fjölbreytileikanum!

Points

Þrátt fyrir að internetið hafi opnað mikilvæga gátt fyrir ungt hinsegin fólk til fræðslu þarf meira til. Börn mega ekki halda að þau séu þau einu í heiminum sem séu trans/vífguma/tvíkynhneigð/kynsegin eða hvernig sem er, heldur að þau séu þekktur hluti af flóru mannlífsins. Sjálfsmorðstíðni er ennþá allt of há í sumum geirum regnbogans og það skrifast á það að okkur hefur ekki enn tekist að normalísera regnbogann og auka víðsýni og fræðslu.

Þrátt fyrir ítrekaðar femínískar byltingar búum við ennþá í landi þar sem karlmenn stýra 90% af fjármagni landsins, feður taka takmarkað fæðingarorlof, ungir karlmenn sprengja skalann í sjálfsmorðstíðni og íþróttakonur fá minni fjárhagslegan stuðning og minni athygli. Allt þetta er auðvelt að uppræta í grunnskóla, en miklu erfiðara seinna á lífsleiðinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information