Valdefling leikskólastigsins

Valdefling leikskólastigsins

Ég tel að leikskólastarf gegni lykilhlutverki í íslensku samfélagi við mótun lýðræðislegrar hugsunar; að barn finni sig tilheyra samfélaginu geri það að meiri manneskju. Mín hugmynd felst í því að borgin leggi meiri metnað í þetta fyrsta skólastig (leikskóla) með því að skapa vænlegri námsaðstæður svo sem með því að auka rými barnanna.

Points

Í dag eru of mörg leikskólabörn í of litlu rými í of langan tíma í senn. Þetta er andlega, líkamlega og fjárhagslega dýrt! Leikskólabörn á Íslandi eru flest rúma átta tíma daglega í þröngu rými. Sérkennsla í leikskólum hefur aukist meðal annars vegna samskiptavanda sem verður til vegna þröngs rýmis.

Börn hafa skoðanir á þeim verkefnum sem þau eru vinna. Þeirra hugmynd er jafn mikilvæg og kennarans, þeim finnst þau einhvers virði ef hlustað er á þeirra skoðanir. Meira rími hefur góð áhrif á börnin, það auðveldar þeim að vinna vel og vera i goðum samskiptum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information