Samfelld hjólarein alla Lönguhlið og Nóatún

Samfelld hjólarein alla Lönguhlið og Nóatún

Nú þegar er hjólarein á suður hluta Lönguhlíðar. Hjólareinin ætti að fá að halda áfram á norðurhluta Lönguhliðar sem er hinu megin við gatnamótin við Miklubraut. Hjólareinin ætti síðan að alda áfram niður Nóatún og yfir gatnamótin þar sem Nóatún og Suðurlandsbraut mætast og ná síðan niður allt Nóatún alveg niður í Borgartún. Umferðin á Lönguhlið og Nóatúni er það lítil og hæg að hægt ætti að vera að seta hjólarein þarna. Það er nóg pláss fyrir hjólarein en gatan er tvíbreið á parti og síðan stæ

Points

Með þessu er komin betri Norður-Suður tenging fyrir hjólreiðafólk og heilstæðara hjólanet en nú þegar eru komnar hjólareinar/stígar í Borgartúnið.

Viðbót við þessa hugmynd er að breyta göngum undir Miklubraut við Lönguhlíð í göng fyrir hjólandi og gangandi - göngin sem þar eru núna eru dimm og ljót og með of mörgum tröppum fyrir hjólafólk.

Þessi breyting væri mjög góð og mikilvæg tenging Hlíðabúa við aðal-samgönguæð hjólreiðafólks sem liggur austur-vestur með Suðurlandsbrautinn og Laugavegi.

Hjólreiðastígur á þessari leið myndi tengja fjölsótt útivistar- og þjónustusvæð á borð við Borgartún, Nóatún og Öskjuhlíðina, saman við þær samgöngufjárfestingar sem þegar hefur verið lagt í, þ.e. hjólreiðastíguri meðfram Suðurlandsbraut/Laugarveg og hjólreiðastígur meðfram Borgartúni: sem yki á heildaráhrif þeirra enn frekar. Ábatinn af þessari hugmynd væri þétt, öruggt og samfellt hjólreiðanet sem teygði sig frá Öskjuhlið í suðri, Borgartún í norðri, austan til Elliðaárósa og upp í Grafarvog.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information