Sparkvöll (boltagerði) á lóð Breiðagerðisskóla

Sparkvöll (boltagerði) á lóð Breiðagerðisskóla

Sparkvöll (boltagerði) á lóð Breiðagerðisskóla

Points

Þessi hugmynd snýst eingöngu um sparkvöll. Lesendum er bent á annað erindi sem heitir "Endurbætur á lóð Breiðagerðisskóla" ef þeir vilja koma með hugmyndir um heildarútlit lóðarinnar. Á lóðinni er nægt rými fyrir allskonar velli fyrir hinar ýmsustu íþróttagreinar en það er bara allt önnur umræða. Sparkvöllur gæti hugsanlega komið strax á þessu ári en heildarendurgerð lóðarinnar er ekki komin næstum því eins langt og flestir núverandi nemendur verða útskrifaðir þegar að því kemur.

Á lóð Breiðagerðisskóla vantar tilfinnanlega upplýstan og upphitaðan sparkvöll. Svona vellir hafa verið byggðir við langflesta grunnskóla borgarinnar á síðustu árum í samstarfi við KSÍ og eru í stöðugri notkun frá morgni til kvölds. Á lóðinni er nægt rými og þar að auki liggur fyrir samþykkt skipulag sem gerir ráð fyrir boltagerði. Í skólanum eru 332 nemendur sem margir æfa knattspyrnu og yrði sparkvöllur algjör bylting í aðstöðu og mundi breyta öllu fyrir möguleika þeirra til að taka framförum.

Það vantar sparkvöll við Breiðagerðiskóla

Það þarf hiklaust að taka alla lóðina í gegn. Það vantar líka sárlega að hafa betra dren undir lóðinni, en oft á haustin er grasið allt í floti á svæðinu milli Breiðagerðisskóla og Jörfa. Sparkvöllur og fleirra skemmtilegt á svo sannarlega erindi inn á þessa lóð, en á sama tíma verður að gæta þess í högun að frágangur leiktækja og veggja verði sem bestur m.t.t hljóðvistar þeirra sem næst lóðinni búa.

sorglegt að sjá hvernig aðstaða fyrir börn í Breiðagerðisskóla er á skólalóðinni. Ég vona að hugsanlegar framkvæmdir muni fara eitthvað í þá átt eins og lóðin hjá Langholtsskóla er.

Styð þessa hugmynd en um leið vil ég benda á að er svo margt sem vantar á lóð Breiðagerðisskóla sem er stór og gæti verið mjög fjölbreytileg. Það er t.d. leiðinlegt að hvorki við Breiðagerðisskóla né Réttarholtsskóla eru almennilegir körfuboltavellir einsog voru þar áður. Einnig finnst mér aðstaða til hjólabrettaiðkunar á lóð Laugalækjaskóla til fyrirmyndar. Framkvæmdir á lóð Breiðigerðsskóla eru aðkallandi og mér finnst að sú aðstaða sem þar mun vera byggð upp verði fjölbreytileg og skemmtileg.

ég vil styðja þetta vegna þess að það eru nánast engin leiktaeki eða aðtaeður fyrir börnin í breiðagerðisskóla til þess að leika sér og mikill vöntun er að baeta það, það er nánast öll skólalóðinn auð og ekkert fyrir börnin að gera þetta þarf að baeta og ég segi nú að það megi alveg vel gera meira enn einn sparkvöll !!!!!!!! allavega fleygja upp nokkrum rólum og leiktaekjum þarna eru mörg hundruð börn !!!!!!!!!!!!

Við skulum bara gera ráð fyrir að við fáum eins flotta skólalóð og er við Langholtsskóla. Þar eru fullkomin sparkvöllur, körfubotavöllur með nokkrum körfum, niðurgrafið trampólín, nokkur klifur- og æfingartæki, sleðabrekka og svo framvegis. Þá hafði einn nemandi á orði við þáverandi borgarstjóra að hann langaði að láta laga skólalóðina og hans ósk rættist fullkomlega. Nokkrir nemendur úr Breiðagerðisskóla hafa lagt á sig mikinn undirbúning og fund með núverandi borgarstjóra og nú er að sjá hvort þeirra óskir rætast. Stjórn foreldrafélags Breiðagerðisskóla óskaði eftir að fá nokkur tæki á lóðina fyrir nokkrum árum en fékk þau svör að ekkert gerðist fyrr en lóðin yrði endurskipulögð frá grunni og skipt um jarðveg. Við vildum nokkur tæki sem hægt væri að nota þangað til og eftir þær framkvæmdir en það var ekki hægt. Þegar við báðum um að fá körfurnar okkar aftur, sem teknar voru niður þegar byggt var við skólann, var okkur sagt að skrifa skólastjórnendum bréf. Þeir kæmu bréfinu áleiðis til framkvæmda-eða menntasviðs sem fundaði einu sinni í viku og ef þeir samþykktu færi erindið áfram. Við buðumst til að stytta ferlið og sækja körfurnar sjálf á hverfismiðstöðina og láta setja þær upp en því var hafnað. Ég styð tillögu um sparkvöll heilshugar en vona að við þurfum ekki að berjast fyrir honum frekar en nemendur Langholtsskóla.

ég vil baeta við að ég maeli með ekki á móti einhver mistök að vera i á móti dálknum kv heiða björk

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information