Markþjálfun í Menntakerfið

Markþjálfun í Menntakerfið

Markþjálfahjartað hvetur Reykjavíkurborg til þess að það verði innleidd markþjálfun fyrir nemendur til að vinna með yfirflokka námskrárinnar og gera íslenskt menntakerfi að því BEASTA Í HEIMI! Með Markþjálfun þá: Eflist andlegur þroski, sjálfstyrkingin og það verður meiri ábyrgð á eigin lífi og líðan. það bætir samskiptahæfni og samskipti. Sköpunargleði eykst, árangursrík úrræði með faglegri nálgun markþjálfa og öflugum stuðningi við sett markmið. Með ábyrgð eykst árangur!

Points

Hvers vegna: Með Markþjálfun gefum við nemendum tækifæri til að auka sjálfsþekkingu (e. self-knowledge), sjálfstyrkingu (e. self-image) og færni til að hlusta og framkvæma með hjartanu. Við teljum að nemendur sem fá markþjálfun geti nýtt sér hana bæði í líf og námi. Þetta er langtímalausn fyrir menntakerfið með því að innleiða markþjálfun inn í nemendaþjónustuna. Rannsóknir sýna að ef einblýtt er á styrkleikana þá eru meiri líkur á vellíðan og það er akkúrat það sem markþjálfun gengur útá.

Sem faglegur markþjálfi og kennari get ég ekki annað en tekið undir mikilvægi þess að nýta markþjálfun við bæði við menntun kennara og ekki síður í kennslu nemenda. Markþjálfun sem er fléttuð inn í daglega vinnu með nemendum skilar að ég tel bestum árangri, nemendur læra að hlusta bæði á sjálfa sig og aðra, sjálfsmynd þeirra batnar, sjálfstraustið eykst, hugsun þeirra verður gagnrýnni.

Markþjálfun á einmitt rætur að rekja til margra fræðigreina bæði kennslu, sálfræði, heimspeki o.fl. Ég trúi því einlægt að markþjálfun sé akkúrat rétta verkfærið til að vinna með í kennslu svo að markviss árangur náist í að kenna bæði mannkosti, efla sjálfræði og kenna það sem algjörlega er ábótavant í menntakerfinu í dag, að menntast og þroskast með því að vinna með innsæi, áræðni og hugrekki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information