Kynning á verk-og tæknigreinum

Kynning á verk-og tæknigreinum

Kynning á verk- og tæknigreinum verði stóraukin í grunnskólum. Það verði gert með því að stórauka kennslu í handmennt þar sem nemendur fá að vinna í tré, málm, textíl og önnur efni. Í samstarfi við framhaldsskóla sem kenna þessar greinar verði unnin verkefni þar sem nemendur fá að kynnast störfum í verk- og tæknigreinum.

Points

Þetta eiga að vera fög sem allir fara í, fá að skapa og gera.... Ekki bara til þess að hugsanlega vinna við þetta heldur til þess að vinna með höndunum, skapa og vinna saman, vinna verkefni þar sem niðurstaðan er ekki ljós.

Á undanförnum árum hefur aðsókn í nám í verk- og tækigreinum í framhaldsskólum farið minnkanndi og er nú með því allra minnsta sem gerist í Evrópu. Það stafar af hluta til af því að nemendur þekkja ekki þá möguleika sem eru í boði. Verði þeim kynnt betur námsframboð og starfsmöguleikar þá mun fjölga raunverulegum valkostum sem þau telja sig hafa. Könnun sem gerð var fyrir fáum árum leiddi í ljós að yfir 40% nemenda í bóknámi í framhaldsskólum taldi sig fremur eiga heima í verknámi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information