Heimalærdómur í skólum (í stað Frístundar eða í bland )

Heimalærdómur í skólum (í stað Frístundar eða í bland )

Nýta ætti tímann sem börnin eru í frístund til heimalærdóms með aðgang að aðstoð kennara. Þá mætti nota frístundina betur til að börn geti sinnt áhugamálum sínum betur eins og t.d. fyrir tónlistarnám eða aðra æskulýsstarfsemi.

Points

Til að árétta , þá er hér verið að leggja til að börnin læri sitt heimanám í skólanum eftir hádegi og með leiðsögn kennara. Þetta kemur þá í staðinn fyrir 5-8 tíma yfirlegu foreldra með barninu þegar það er að "reyna" að læra heima. Þ.e.a.s. þá skilar þetta ekki bara meiru fyrir barnið heldur meira vinnuframlagi foreldra í sínu starfi. Varðandi það sem komið hefur fram að leyfa börnum að vera börn, er alveg sjálfsagt, en þá verða kennarar að hætta að leggja fyrir alla þessa heimavinnu.

Gildi heimanáms hefur víða verið dregið í efa á undanförnum árum. Í grunnskólum borgarinnar virðist hver skóli hafa sína stefnu í þessum málum og byggja hana á hefð frekar en rannsóknum. Það er mikilvægt að mótuð sé stefna varðandi heimanám og hún sé byggð á rannsóknum á gildi þess og mikilvægi - bæði fyrir nám barna og fyrir heimilisfrið á heimilum í borginni.

Börn búa við misjafnar aðstæður þar sem foreldrar eru misvel búnir undir að veita þessa þjónustu. Ýmislegt getur skapað þennan mismun. Mörg börn á heimili, þreyta vegna mikillar vinnu, jafnvel veikindi af ýmsum toga. Það er heldur ekki réttlátt að börnin þurfi að taka vinnuna með sér heim. Þau eiga að vera búin með vinnudaginn þegar skóla lýkur. Svo eru þau flest í öðru námi: tónlist, íþróttir og annað tekur við eftir að skóla lýkur.

Ég skal sinna lestrarheimanámi og stærðfræði þegar þörf er á en annað nám á að fara fram á skólatíma sem nær einnig yfir frístundina.

Ég vil fá mun meiri heimalærdóm til að geta veitt barninu persónumiðaða aðstoð sem erfitt er að veita í skólanum í fjölmennum bekkjum. Þeir foreldrar sem eru ofþreyttir til að aðstoða börnin sín verða þá að sleppa því, ekki ákveða fyrir okkur hin sem eru tilbúin. Algjörlega ósammála að þetta sé tímaskekkja, lærdómur er eins og annað í lífinu meiri þjálfun betri niðurstaða.

Eitt leiðinlegasta/erfiðasta viðfangsefni foreldra , eftir langan og stranganvinnudag, er að þurfa standa yfir barninu sínu langt fram eftir kvöldi á meðan barnið klárar heimalærdóminn. Þetta er tímaskekkja. Í Danmörku og fleiri löndum eru börnin búinn að mestu með heimalærdóminn þegar þau koma heim á daginn og markmið grunnskólanna ætti að vera slíkt hið sama hér á landi. Einnig öðlast börnin meira sjálfstæði í vinnubrögðum og læra betur , þegar foreldrið er ekki náægt til að hjálpa til. .

Leyfum börnunum að vera börn. Þau eiga ekki að þurfa að taka vinnuna/skólann með sér heim. Af hverju að setja á frístund ef það er svo bara meiri skóli, meiri lestur, meiri kyrrseta, minni samskipti.... Látum börnin vera úti, klifra í trjám, reka sig á, vinna saman en ekki endalaus lestrarverkefni um hana 'Sísí sem sá sól'.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information