Enga malarvegi í Reykjavík - klárum að malbika Háagerðið

Enga malarvegi í Reykjavík - klárum að malbika Háagerðið

Nokkrir af botnlöngunum í Háagerðinu eru enn malarvegir og hafa ekki verið malbikaðir. Kominn er tími til þess að koma þessum málum í samt lag og tryggja umferðaröryggi gangandi, hjólandi og akandi. Það er ómögulegt að enn séu malarvegir í Reykjavík á 21. öldinni.

Points

Líklegasta skýringin á að þessir botnlangar skuli ekki hafa verið malbikaðir er að þeir séu á ábyrgð íbúanna sjálfra, þ.e. hafi verið skilgreindir sem hluti af húsalóðinni. Þannig háttar til víðar í hverfinu en þetta væri hægt að fá staðfest hjá borginni.

Eftir að hafa búið í Háagerðinu í meira en 5 ár þá get ég fullyrt að það gerist reglulega að börn detta á malarvegunum í Háagerði og meiða sig. Við það bætist að vegna skorts á frárennslismálum þá holast vegirnir, sérstaklega þegar það er snjóþungt og frost í jörðu sem veldur því að stórta og djúpar holur myndast sem fyllast af vatni í rigningum. Oft hef ég orðið vitni af að því að börn detta í pollunum og er mildi að hreinlega enginn hafi drukknað enn, slík er stærðin á pollunum.

Þetta eru innkeyrslur íbúa og ef þeir vilja endurbætur verða þeir að sjálfsögðu að greiða fyrir það sjálfir eins og aðrir borgarar. Fáránlegt að ætla borginni að standa fyrir því.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information