Framtíðin

Framtíðin

Í stefnuna vantar umfjöllun um hvernig menntastofnanir ætla að takast á við framtíðina. Það er jú hún sem við erum að mennta okkar fólk fyrir.

Points

Tækni- og samfélagsbreytingar verða sífellt örari. Menntastofnanir þurfa að vera framsýnar. Það þarf eitthvað í kerfið til að menntastofnanir geta fylgst með breytingum og brugðist tímanlega við.

Það þarf að mennta börn til að takast á við þá framtíð sem bíður þeirra - en ekki fortíð foreldra og kennara.

Það þarf að,huga að þeirri framtíð,sem kennir borgaralega ábyrgð. Það þarf verklega kennslu í að verða virkur borgari í samfélagi sem glímir við að útrýma félagslegum ójöfnuði eins og fátækt, útskúfun, kynslóðaeinangrun, menningarólæsi o.s.frv. Samfélagi sem glímir við loftslagsbreytingar og allt of stórt vistspor. Skóli þarf að skapa verklegan vettvang / kenna nemendum að kljást við vanda sem blasir við í framtíðinni og hvernig maður ræktar borgaralega ábyrgð.

Börnin sem hefja grunnskólanám haustið 2017 munu mörg hver að öllum líkindum þurfa að takast á við störf í framtíðinni sem eru okkur með öllu óþekkt í dag. Því er brýnt að efla sjálfstæði til náms, leit að og vinnu með upplýsingar, sjálfstæða hugsun > gagnrýna hugsun, eflingu sjálfstrausts og síðast en ekki síst forvitni og námsgleði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information