Lokun Snekkjuvogar vestan Langholtsvegar.

Lokun Snekkjuvogar vestan Langholtsvegar.

Í hverfishlutanum sem markast af Skeiðarvogi, Gnoðarvogi og Langholtsvegi eru margar umferðargötur og engin græn svæði. Hægt væri að gera hverfið vistlegra með því að loka Snekkjuvogi norðan Langholtsvegar og breyta götunni í grænt svæði með göngustíg, bekkjum, gróðri og huggluegri götulýsingu. Með því yrði umhverfið fegrað og umferðinni beint í markvissari farveg en nú er.

Points

Það er nú þegar mikil umferð í gegnum Nökkvavog milli Gnoðarvogs og Snekkjuvogs og gegnumakstur hefur aukist síðustu ár. Oft er ekið alltof hratt í gegnum götuna og yfir gatnamót Nökkvavogs og Snekkjuvogs, þar sem aðeins ein léleg hraðahindrun er í götunni og 30 km hámarkshraði oft ekki virtur. Ef að Snekkjuvogi yrði lokað við Langholtsveg yrði enn meiri gegnumakstur í Nökkvavogi milli Gnoðarvogs og Snekkjuvogs og sú gata ber ekki meiri umferð.

Umferðin um Snekkjuvoginn er bæði hröð og óþörf. Karfavogur og Nökkvavogur eru stuttar götur sem er engin sérstök þörf á að geta nálgast akandi úr fleiri en einni átt.

Skil ekki lokun: Hvar á hún að vera? Sn.vogur. liggur í austur/vestur. Á að loka Langh.vegi við Sn.vog? Hraðahindr Græn rök halda ekki. Það eru græn svæði þarna. Göngustígur milli Sn.vogs 19 og 21 liggur að skipulögðu útivistarsvæði milli Barðav. og Langh.v. og má gjarnan efla það. Mikilvægt að tryggja "græn" svæði meðfram göngustíg við Suðurlandsbraut gegnt Mörkinni og Sogamýri og forða því frá þéttingu byggðar. Gera skólalóð MS að grænu svæði fyrir nemendur og íbúa svæðisins.

Það yrði eflandi fyrir hverfið ef að Snekkjuvogi yrði breytt í grænt svæði með göngustíg, bekkjum, gróðri og huggulegri götulýsingu. Íbúar hverfisins hafa sýnt vilja til að efla samkennd og samveru með götuhátíðum sem hafa verið sæmilega sóttar. Uppsetning græns svæðis myndi ýta undir þessa þróun, fegra umhverfið og efla félagsauð í hverfinu.

Í meginmáli stendur "loka Snekkjuvogi norðan Langholtsvegar". Þar á að standa "vestan Langholtsvegar", rétt eins og í fyrirsögninni.

Höldum götunni opinni til að leyfa flæði umferðar, en þrengjum hana þ.a. hámarkshraði verði 15 km / kl.st. Nýtum m.a. til þess tré og annan gróður svo svæðið verði meira aðlaðandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information