Nú í svartasta skammdeginu kemur vel fram hversu illa upplýstir göngustígarnir eru í Seljahverfi. Bæði er langt á milli ljósastaura þannig að myrkur verður á milli stauranna og svo virðist sem að ljósaperur séu daufar. Lýsing við tjörnina í hverfinu er ábótavant þar sem ekki eru neinir staurar inn í garðinum við tjörnina nema við einn göngustíg sem fer í gegnum garðinn. Þá er mjög dimmt við skólalóð Ölduselsskóla bæði við bílastæði sem og á göngustígum sem umlýkja skólalóðina.
Mikilvægt er að bæði börn og fullorðnir sem þurfa að koma gangandi að skólum Seljahverfis finnist það ekki öruggt á göngustígum þar sem þeir eru svo myrkvaðir í svartasta skammdeginu
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation