Fjölskyldusvæði

Fjölskyldusvæði

Ég myndi vilja sjá fallegt fjölskyldusvæði, með tréleikföngum og þrautum líkt og eru í leikskólanum Reynisholti. Aðstöðu fyrir foreldra til að tilla sér á meðan börnin leika og jafnvel væri skemmtilegt að útbúa grillaðstöðu svipaða og er í Grafarvoginum á leikvellinum í Gufunesinu.

Points

Með stað sem fjölskildan getur eytt skemmtilegum tíma saman, sem ekki þarf að greiða fyrir til þess að komast inn á getur skipt mikklu máli. Samvera bara og foreldra getur eflt tengsl þeirra á milli sem skipta mikklu máli upp á framtíð barnanna.

Gvendargeisli 44-52 standa stendur við þennan reit og við leggum okkur fram við að hafa stóra garðinn okkar fallegan og blómlegan. Sama gildir um nágranna okkar sem hafa verið að snyrta vel garða og frágang við hús. Þess vegna finnst okkur að við eigum skilið að borgin leggi sig fram við að ganga frá þessum bletti sem fallegu svæði fyrir börn og foreldra. Takk fyrir að skoða þennan möguleika.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information