Setja snjóbræðslu í efsta hluta Höfðabakkans.

Setja snjóbræðslu í efsta hluta Höfðabakkans.

Setja snjóbræðslu í efsta hluta Höfðabakkans. Frá og með kröppu 90° beygjunni.

Points

Efsti hluti Höfðabakkans frá og með kröppu beygjunni er mjög erfiður yfirferðar í mikili hálku og snjó. Bílar þurfa að fara mjög hægt niður til að ná beygjunni, til að renna ekki stjórnlaust beint áfram. Og bílar eiga erfitt með að drífa upp brekkuna eftir að þeir koma úr beygjunni.

Lækka þarf þessa brekku sem átti alls ekki að vera svona tengd Vesturhólum ,Strætó lendir iðulega í vandræðum þarna í hálku.Mjög mikil umferð er þarna á ákveðnum tímum vegna Fjölbrautarskóland. Fín ábending að gatnamótin Höfðabakki/Vesturhólar eru stórhættuleg gangandi og hjólandi umferð.

Ég bjóst við þessari höfnun, en ég hef hvergi séð beina hugmynd á vefnum um Betri Reykjavík sem snýst um að setja umferðarljós á þessi gatnamót. Það hljóta að vera til betri lausnir en það. Einn liður væri að loka Blikahóla innkeyrslunni. Kannski má hugsa sér umferðarljós ef gatnamótunum væri breytt þannig að Höfðabakkinn héldi beint áfram upp Vesturhóla (til hægri).

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information