Hjólreiða og göngustígur við Gufunes

Hjólreiða og göngustígur við Gufunes

Hjólreiða og göngustígur við Gufunes

Points

Sammála vegurinn er mjög slæmur og það mætti laga hann og útbúa góðan göngustig í leiðinni fyrir gangandi fólk , hjólandi og skokkandi. Mætti lika setja niður bekki á leiðinni þar sem fólk gæti sest niður og hvílt sig. Vantar bekki um allan bæ og lika ruslatunnur . Katrin

Með því að leggja tiltölulega stuttan hjólreiða og göngustíg meðfram sjó á milli Hamra og Víkurhverfa, framhjá Gufunesi, væri komin samfeld tenging stíga sem ekki lægju um brekkur eða fast við umferðargötur. Þannig væri jafnframt komin falleg, nánast brekkulaus samfelld leið eftir Reykjavík endilangri frá Seltjarnarnesi upp í Mosfellsbæ.

Bendi öllum einnig á tillögu sem ég gerði um framlengingu göngustígs sem liggur neðan við Rimahverfi (milli íbúðarbyggðar og iðnaðarhverfisins) sem færi yfir Hallsveg. Tilgangur væri margþættur, m.a. bæta hjólreiðasamgöngur úr Rimahverfi og yfir í Foldahverfi. Verði þessi tenging að veruleika er komin betri tenging fyrir þá sem þurfa að fara þessa leið sem og að draga út umferðarhraða á Hallsvegi með því að setja gangbraut og hugsanlega þrengingu í leiðinni

Samhliða þessu mætti bæta aðgengi að Geldinganesi með því að laga veginn yfir eyðið sem er skelfilegur. Slóðann á nesinu sjálfu sem nú er orðinn göngustígur þarf að hefla eða laga. Flott væri að skoða möguleikann á að gróðursetja og setja bekki sem falla að umhverfinu og jafnvel gera slóða í kringum nesið. Þetta er fallegt og víðàttumikið svæði með fràbæru útsýni.

Að byggja upp gott stígakerfi á svæðinu við Gufunesbæinn og niður að sjó myndi klárlega auka á útivistarmöguleika Grafarvogsbúa innan hverfis. Samhliða þessu mætti gróðursetja og þannig mynda útivistarparadís fyrir Grafarvogsbúa sem og aðra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information