Setja þarf ruslafötur við hvert einasta strætóskýli í borginni. Þær vantar við mörg skýli.
Gríðarlegur skortur er á ruslafötum við strætóskýli í borginni. Farþegar vagnanna safnast saman við skýlin og því fylgir að fólk þarf að losa sig við rusl. Við mörg skýli er mikill sóðaskapur og kostar áreiðanlega skildinginn að þrífa þau reglulega. Reglur Strætó bs. eru á þá leið að bannað er að koma með opin matar og drykkjarílát inn í vagnana sem veldur því að farþegar verða að losa sig við ílátin þegar vagninn nálgast. Þegar engar ruslafötur eru nálægar er ruslið skilið eftir við skýlið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation