Aðgreining göngu- og hjólastíga í Elliðaárdal

Aðgreining göngu- og hjólastíga í Elliðaárdal

Hjóla- og göngustígar aðgreindir þannig að hægt sé að fá sér göngutúr með börn og hunda í bandi, án þess að þurfa að hafa augu í hnakkanum til að koma auga á hjólreiðafólk áður en það brunar framhjá.

Points

Sammála þessu en það þyrfti ekki annað en að mála línu á núverandi göngustíg (amk norðan megin árinnar) svo fólk viti hvorum megin það eigi að halda sig.

Það er erfitt að fara í göngu með börn og hunda þegar maður þarf alltaf að hafa áhyggjur af því hvort að hjól á miklum hraða komi aftan að manni. Maður hefur áhyggjur að að börnin verði fyrir hjóli eða að hundur í bandi hlaupi í veg fyrir hjól með slæmum afleiðingum fyrir hjólreiðamanninn. Sömuleiðis er erfitt að hjóla (hratt, því að það vill maður stundum) innan um gangandi fólk, börn og hunda.

Það er ekki lengur nóg lengur að aðgreina gangandi og hjólandi með línu: 1. Í Elliðaárdal eru brekkur og þar með mikill hraði á reiðhjólum 2. Umferðin er orðin það mikil á stígunum að fólk er í vandræðum með að mætast. 3. Gangandi og hjólandi eru með heyrnartól og eru ekki vel meðvituð um umhverfi sitt og aðra á stígunum. 4. Hundaeigendur eru oft með lausa hunda eða hundana í löngu bandi og þá gerir mjó lína á stígnum ekkert gagn. Aðskildir stígar er dýr aðgerð en því miður nauðsynleg

Ég tel hins vegar ekki nægilegt að aðgreina með línu eins og var gert í upphafi. Fallið var frá slíku fyrirkomulagi fyrir nokkru síðan. Það að slík lína er ekki á göngustígum eykur rétt gangandi þar sem hjólandi eru "gestir" á göngustígum. Ellíðárdalur er hins vegar töluvert fjölfarinn svipað og Fossvogsdalur. Því tel ég tímabært að aðskilja gangandi og hjólandi með sérstöku hjólastíg frá hringtorginu við enda Fossvogsstígsins og upp Elliðárdalinn og a.m.k. að vatnsveitubrúnni neðan við Sauðás.

Aldrei of oft kveðið! Það þarf að aðgreina hjólreiðamanninn og gangandi svo um munar. Sér stígur fyrir báða með góðu millibili. Ég hef enga ánægju að fara stífluhringinn lengur vegna þessa, því miður.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information