Það er vinsæll göngu -og hjólastígur í Elliðárdal/Fossvogsdal yfir Grænastekk en margir bílstjórar fara þarna um á yfir 30km hraða, þó gatan sé með 30 km hámarkshraða. Með hraðahinduninni væri komin bein leið yfir Grænastekk; þ.e.a.s. það þyrfti ekki að missa hæð við að fara niður á Grænastekkinn því nokkur hæðamunur er á gangstéttinni og Grænastekk. Það ætti að setja Zebrabraut og gangbrautarskilti við hraðahindrunina.
Bætir um leið snjómokstur og gangandi sjást betur
Það er 30 km hámarksskilti við byrjunina á Grænastekk við Stekkjabakka en það tekur enginn mark á því. (Kannski vegna þess að leiðin liggur niður í móti frá gatnamótunum). Ef þessi bunga/hindurn væri komin þyrftu bílstjórar að hægja á sér.Þetta gæti líka hjálpað til við snjómoksturinn á göngustígnum
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation