Lýsingu er ábótavant við marga göngustíga í Seljahverfi. Nefni sérstaklega göngustíginn sem liggur frá Skógarseli upp að Ölduselsskóla, í gegnum dalinn okkar (sérstaklega neðsta hlutann sem er við hliðina á háu grenitrjánum) og stuttan kafla sem liggur upp frá efsta botnlanga í Stuðlaseli yfir að Stallaseli.
Lýsingin á þessum tveim stöðum ber þess merki að hafa verið hönnuð á annarri öld en við lifum á núna. Hér vísa ég til þess hve auðvelt er að kippa fólki út í algjört myrkur (og skjól) til hliðar við stígana. Gróður hefur vaxið mjög mikið og er orðinn ansi þéttur til hliðar við þessa stíga. Hlúum að gangandi vegfarendum og börnunum okkar og höfum þessa hluti í lagi. Höfum ekki umhverfi göngustíganna svo draugalegt að börnin okkar þori ekki að nota þá.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation