Sköpun og frumkvæði

Sköpun og frumkvæði

Sköpun er ferli sem byggist á ímyndunaraflinu og niðurstaðan er í senn frumleg og hefur gildi. Með frumkvæði er átt við að einstaklingurinn geti sjálfur tekið af skarið og látið hlutina gerast, frekar en að fylgja einungis skipunum eða bíða eftir að hlutirnir breytist. Sköpun og frumkvæði felur m.a. í sér margvísleg tjáningarform, forvitni , frumleika, áræðni, innsæi, list- og verkgreinar , raungreinar, tækni, tölvur og leik.

Points

Vantar fólk með tækni og tölvumenntun á vinnumarkað. Tölvunám er lítið sem ekkert í grunnskólum Reykjavíkur. Mikilvægt er að börn í Reykjavík fái ekki lakara nám en börn t.d. Í Kópavogi sem hafa ásamt fleiri sveitarfélögum sett sér markmið í upplýsingtækninámi. Dæmi eru um það í skólum í Reykjavík að börnum sé ekki einu sinni kennd fingrasetning og ritvinnsla. Forritunarnám ætti að vera í boði í öllum skólum. Nýsköpunarnám almennt er síðan lykillinn að fjölbreyttu atvinnulífi á Íslandi

Erfitt er að mæla gegn mikilvægi sköpunar í skólastarfi, en framsetningin á fullyringu ykkar gerir fólki erfitt fyrir þar sem þið ruglið saman frumkvæði og sköpun, þetta tvennt þarf alls ekki að fara saman hjá einstaklingum og þarf því að nálgast hvort um sig með ólíkum hætti. Sköpunargáfa er eiginleiki sem nemendur eiga mis auðvelt með að tengja við. Þá gáfu þarf að rækta af ÞEKKINGU, sem mikilvægt er að kennarar búi yfir. Frumkvæði er svo allt annað, oft þarf að tempra frumkvæði (frekju)

Efling á sköpun er eitt af lykilatriðum námsins. Í gegnum hana ná nemendur að tjá sig og sýna hugmyndir sínar á sama tíma að þeir ná að tileinka sér nýjar aðferðir eða ná að tengja fyrri þekkingu við námið sitt.

Ég er ekki á móti hugmyndinni, en rök Stellu A Norðfjörð þurfa andsvar. Tæknimenntun ER nauðsyn, en fingrasetning og ritvinnsla hefur ekkert með tæknimenntun að gera. Það er nám sem býr til ritara og afgreiðslufólk. Ég er tölvunarfræðingur (M.Sc.) og get fullyrt að fingrasetning hafi ekki hjálpað mér neitt í gegnum námið eða starf. Þetta var ef eitthvað er sóun á dýrmætum tíma í barnaskóla. Tækninám og störf eru svið þar sem þarf að hugsa og vélritunarhraði bætir þann þátt ekkert.

Frumkvæði er ekki hampað í íslensku skólakerfi, sem er miður, því að námsárangur væri svo miklu meiri ef svo væri. Til að byrja með væri best að hætta námsmati með lokaprófum, sem gera námið einungis að eltingaleik við gulrót eða sjálfsbjargarviðleitni. Próf eru aðeins nytsamleg til þess að meta stöðu nemenda við upphaf náms. Ef nemandi fær að hafa frumkvæði að því hvað og hvernig hann lærir mun vinna á sjálfstæðan hátt og af sjálfsprottnum áhuga.

Sköpun og skapandi hugsun er mjög mikilvæg til að efla samfélög og einstaklinga. Sköpun liggur í öllu og ekkert verður til án sköpunar af einhverju tagi. Listir og uppbyggjandi leikir og tæknimennntun byggir fólk upp til að takast á við hin margvíslegu verkefni sem við þurfum að eiga við á lífsleiðinni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information