Held að það séu allir sammála því að alvöru körfuboltavelli þarf að staðsetja í Breiðholtinu. Kópavogur,Hafnafjörður,Grafarvogur og Garðabær eru með þvílíka velli með körfum sem hægt er að lækka og hækka, flottum plastdúk og línum. Þetta myndi kalla fleirri krakka og unglinga út til að hreyfa sig og hafa gaman því það er varla hægt að spila körfu eða fótbolta i Breiðholti því vellirnir eru svo illa með farnir nema tveir gervigrasfótbolta vellir
Krakkar,unglingar og fullorðnir gætu farið út með vinum og vandamönnum og leikið sér í fótbolta og körfubolta á almennilegum völlum. Fá alvöru körfuboltavelli með mörgum körfum, plastdúk og breytilegum körfum og einnig fleiri gervigrasfótbolta velli svo það sé pláss fyrir alla.
Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig í Breiðholti til að sjá að hér er löngu tímabært að bæta úr, en myndir segja e.t.v. meira en mörg orð. Hér má sjá áhugavert dæmi úr Seljahverfinu: https://drive.google.com/folderview?id=0B4UmW_UnlocEQmhmSFZxSXhWSmM&usp=sharing Hvet ykkur til að skoða. Ekkert viðhald eða endurnýjun áratugum saman. Væri ekki t.d. gaman að sjá svona velli við skólana í Breiðholti?: http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3695/2284_read-11432/
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation