Sundlaug

Sundlaug

Flýta framkvæmdum við byggingu sundlaugar í Úlfarsárdal, spara þannig keyrslu skólabarna á milli hverfa þegar þau fara í sundkennslu og auðvelda öllum íbúum hverfanna að komast í sund.

Points

Grunnskólar borgarinnar geta fæstir sinnt lögbundinni kennsluskyldu í sundi vegna plássleysis í laugum. Sundíþróttin blómstrar lítið og seint því aðstaða til æfinga og keppni er ekki samkeppnishæf. Það þarf virkilega að bæta við laug hið snarasta sem myndi nýtast Holtsbúum sem og Grafhyltingum sem eru okkar næstu grannar. Yfirbyggð keppnislaug í líkingu við Kópavogslaugina myndi skipta sköpum fyrir sundíþróttina sem og skólasund. Innilaug er ekki síður mikilvæg í heildarskipulaginu.

Það er óhæft að íbúar þurfi að fara langar leiðir í sund. Engar aðgengilegar almenningssamgöngur eru í þau hverfi borgarinnar sem hafa sundlaugar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information